— GESTAPÓ —
Kondensatorinn
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
COHIBA

Svokallaðar rannsóknir benda til að hollt sé að hætta að reykja.

Nú sit ég og reyki síðasta vindilinn. Þetta er vindill af Cohiba tegund og einn sá sverasti sem ég hef reykt. Það tók drjúga stund að handfjatla gripinn, þukla, lykta og gera hann hæfann til brennslu. Ég bar eldinn að hægt og rólega, saug og smjattaði á hinum endanum og fann hvernig þessi höfugi ilmur fyllti vitin lungun og íbúðina alla. Áhrifin streymdu um æðakerfið um allan líkamann og upp í heila.
Nú þegar ég hef gætt mér á þessum eðalvindli í eina og hálfa klukkustund er hann um það bil hálfnaður. Þvílík nautn.
Ég ætla að sofa með Nicotinell í nótt og dreyma vindla og salsatónlist.

   (6 af 11)  
3/12/06 02:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Afar vellyktandi félagsrit. Dreymi þig vel.

3/12/06 02:02

krossgata

Ég hef heyrt að þetta sé eins og að missa náinn vin. Gangi þér vel.

3/12/06 02:02

Offari

Þetta er líka í vinslu hjá mér.

3/12/06 03:00

Kondensatorinn

Það var þriggja tíma törn að innbyrða bannsett kvikindið. Geri þetta ekki aftur frekar en að drekka Tequila.
Bannsettur óþverri.

3/12/06 03:00

Jóakim Aðalönd

Ég á reyndar kassa af Cohiba sem ég keypti í Havana, ef þú hefur áhuga á að kaupa...

3/12/06 03:00

Rattati

Hvenær varst þú Havana öndin þín? Ég var þar í Mars í fyrra.

3/12/06 03:00

Kondensatorinn

Þakka hlý orð og gott boð Jóakim. Þessir vindlar eru fínasta stofustáss.

3/12/06 03:01

Nornin

Gott hjá þér að hætt að reykja.
Það eru 40 dagar (tæplega eða rúmlega, man ekki) síðan ég hætti og þetta er mun léttara en ég hélt.

3/12/06 04:00

Jóakim Aðalönd

Ég var í Havana í lok marz í fyrra líka. Það vill svo til að það eru 2 ár og 2 dagar síðan ég hætti að reykja og langar svo sannarlega ekkert til að byrja aftur...

3/12/06 04:02

Hakuchi

Er ég einn um að sjá blússandi hómóerótík í þessu?

3/12/06 01:01

Kondensatorinn

Það er margt í mörgu.

3/12/06 02:02

Heiðglyrnir

Já stattu þig strákur...Riddarakveðja...Skál...[Blæs boldungs reykhring yfir sviðið]

Kondensatorinn:
  • Fæðing hér: 7/9/05 22:43
  • Síðast á ferli: 26/11/18 09:19
  • Innlegg: 1315
Fræðasvið:
Rækta mörur í tómstundum.
Æviágrip:
Var lautinant hjá Nemo skipstjóra um hríð. Var ritstola eftir æsilegan flótta úr Bermúdaþríhyrningnum en komst við illan leik til Færeyja. Hélt síðan til Baggalútíu og leikur þar lausum hala.