— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Gagnrýni - 8/12/03
Hrapandi jörð

Vert er að lesa þessa bók, þó ekki sé til annars en að íhuga hvort heimur virkilega versnandi fari.

Ég elska að hata sögur sem gerast í eldgamla daga. Þá var allt svo djöfull ömurlegt, í það minnsta fá sjónarhóli jafnréttis. Þess vegna las ég bókin Hrapandi jörð eftir Úlvar Þormóðsson. Sagan fjallar um áhugaverðan tíma í sögu Íslands, þegar sjóræningjar komu og rændu fólki og fénaði. Úlvari tekst ágætlega að gera grimmdarverkin trúverðug. Stundum voru viðbrögð þrælanna grátbrosleg og ótrúlegt að hugsa sér hversu miklir lúðar við Íslendingar virðumst hafa verið. Það verður að segjast eins og er að ég ruglaði stundum öllum þessum Jónum saman og vel hefði mátt sleppa nokkrum af ótalmörgum ýtarlegum lýsingum á því hvernig þessi og hin fjölskyldan náðist. Á tímabili í byrjun bókarinnar þóttu mér persónur bókarinnar það magar að ég íhugaði í alvöru að kasta henni frá mér hálflesinni. En ég lauk við hana og þótti hún skemmtileg aflestrar þrátt fyrir mannfjölda og Jóna.

   (27 af 29)  
feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.