— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Pistlingur - 9/12/06
Að vera betri.

Þetta er frásögn ungrar konu sem var betri en aðrir í einu og öllu og hvernig hún þróaði með sér betrimennsku.

Ég var vart komin af barnsaldri þegar þessar hugsanir byrjuðu að ásækja mig. Mér fannst ég einfaldlega skara fram úr öðrum í einu og öllu. Í skólanum vissi ég svarið alltaf fyrst og fannst ég því yfir meðallagi gáfuð. Þegar ég var í leikjum með hinum krökkunum var ég aðeins sneggri, útsjónasamari og frakkari en hinir. Þegar leið á unglingsárin og ég fór að stunda næturlífið, fór það ekki fram hjá mér að ég var heldur laglegri en vinkonurnar. Ég þóttist sjá að ég fékk meiri athygli frá strákunum. Ég drakk meira án þess þó að verða of full, var hnyttnari í tilsvörum og skemmtilegri félagi. Þegar vinir mínir og vinkonur lentu í vandræðum var ég besti hlustandinn og kom alltaf með réttu ráðin. Þegar ég fór síðar til framhaldsnáms komst ég inn í bestu skólana og gat valið úr. Þó ég væri langt frá því að dúxa fannst mér ég vera í hópi þeirra bestu.
Það var á þessum árum sem málin fóru að vandast. Ég varð vör við það að annað fólk umgengst mig rétt eins og ég væri hver önnur meðal manneskja. Ég fékk enga sérstaka athygli og eftir að ég útskifaðist með a.m.k. fimm stafa gráðu þótti engum það neitt sérstakt. Ég fór að líta betur í kring um mig og komst að því, mér til mikillar skelfingar, að það hafði fjölgað til muna í fullkomna liðinu. Það sem eitt sinn gerði mig svo sérstaka þótti bara venjulegt.
Auðvitað fann ég leið út úr þessu vandræðalega ástandi. Núna geri ég mér far um að vera vitlaus og koma með ömurlegar athugasemdir, klæðist skrítnum fötum, er vondur vinur og er hætt að leggja mig fram í vinnu. Núna ber ég aftur af öðru fólki og hef enn á ný öðlast fyrri sjálfsstyrk og innri frið.

   (13 af 29)  
9/12/06 04:01

Regína

Ég hef aldrei verið betri.

9/12/06 04:01

Texi Everto

Betra er samt að vera betri en sem allra flestir af þeim sem eru betri en einhverjir aðrir. En best er að vera margfalt betri og vera þannig summa margra sem eru betri [Ljómar upp í sjálfsaðdáun]

9/12/06 04:01

krumpa

áhm

9/12/06 04:01

krumpa

ég er reyndar með sjö stafa gráðu - eða ellefu stafa eftir því hvernig litið er á það. Skiptir það máli? Er líka undurflink að þrífa pissuslettur af klósettskálum! Kann samt illa að strauja. Er sennilega meðal, nema hvað að ég get orðið of full án þess að drekak sérlega mikið. Lifi kjánarnir!

9/12/06 04:01

Gaz

Skemmtilegt rit. Skál!

9/12/06 04:01

B. Ewing

Ég er stoltur kjáni og bjáni. Enginn toppar mig. [Smellir fingrunum við eyrun á öllum]

9/12/06 04:01

Grágrímur

[S]Skorar B-Wing á hólm ]

9/12/06 04:01

krossgata

Ég er verri í að vera betri. Skemmtilegt rit.

9/12/06 04:02

blóðugt

Þú ert líka ömurlegur yfirmaður.

9/12/06 04:02

Hakuchi

Batnandi englum er best að lifa.

9/12/06 04:02

Offari

Ég verð alltaf betri og betri með aldrinum.

9/12/06 04:02

Barbie

Samkvæmt nýjustu rannsóknum hins virta vísindamanns Gísla Eiríkar og Helga í Svíþjóð er lífshættulegt að skara framúr.
Því máttu þakka lífi þínu og limum fyrir að skara afturúr. [dregur djúpt andann og horfir andaktug til himins og skarar hressilega afturúr]

9/12/06 04:02

Vladimir Fuckov

En þá hlýtur líka að vera lífshættulegt að skara framúr í þeirri kúnst að skara afturúr [Starir þegjandi út í loftið].

9/12/06 04:02

feministi

Ég bjarga konunni úr lífshættu með því að upplýsa að konan hafi orðið verri í því að vera betri, ekki öfugt.

9/12/06 05:00

Vímus

Ég var algjör andstæða sem barn og unglingur en í dag er ég ekkert venjulegur snillingur.

9/12/06 05:01

Dula

Já, einmitt.

9/12/06 05:02

Limbri

Ég er ekki kona.

Er þetta rit annars ekki um mig?

-

9/12/06 07:02

Lopi

Ég hef lengi sagt að fullkomleikinn fellst í því að vera mátulega ófullkominn.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.