— GESTAPÓ —
feministi
Fastagestur.
Pistlingur - 10/12/04
Mamma

Það var auðveldara að setja þetta inn sem félagsrit heldur en að hringja í hana.

Ég er búin að veltast um í sárustu angist í nokkra daga af því mér datt sem snöggvast í hug, á tala vel um alla þræðinum, að mæra einhvern. En hvern? Það var ekki auðvelt val. En nú þegar ég hef ákveðið mig er ekki laust við að ég skammist mín því þetta er náttúrulega augljóst. Ég ætla sem sagt að mæra hana móður mína. Blessuð konan hefur verið vakandi og sofandi yfir velferð minni alla tíð. Hún var svo framsýn að skilja mig unga eftir heima á meðan hún vann úti svo ég lærði að bjarga mér sjálf. Hún lét vaða yfir sig, eins og siður var á þeim tíma, það gerði mig að feminista. Hún hefur alltaf skoðun á því sem ég geri hvort sem mér líkar betur eða ver. Hún hefur alltaf verið sílesandi og gerði mig þannig að bókaormi. Hún getur gert mig alveg brjálaða á 1/5 úr sek. án þess að segja orð. En það allra mikilvægasta sem hún kenndi mér var að ég gæti allt og gæti orðið allt, það væri bara mismunandi mikil vinna. Það er stundum sagt að samband móður og dóttur sé flóknasta samband sem hugsast getur, við erum líkast til gott dæmi um það.

   (21 af 29)  
10/12/04 05:00

Skabbi skrumari

Skál fyrir móður þinni... skál fyrir þér... Skál

10/12/04 05:01

albin

Eins og einhver sagði...
"haltu kjafti hlýddu og vertu góður
heiðra skaltu föður þinn og móður."

Það eiga allir að vera góðir við móir sína, hvort sem þeim líkar það betur eða ver.
Og ekki orð um það meir...

10/12/04 05:01

Leir Hnoðdal

Maður á ekki að tala vel um alla, ef mamma þín hefur verið vond og t.d. lamið þig þegar þú varst lítil (lítill)þá á ekki að mæra hana, en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki verið góður við hana.

10/12/04 05:01

Prins Arutha

Þetta er svona alvöru mamma. Farðu vel með hana feministi, þú átt bara eina sjáðu til, sumir eiga enga, og maður veit oft ekki hvað maður á fyrr en maður allt í einu missir það.

10/12/04 05:01

Sundlaugur Vatne

Ég vildi að börnin mín skrifuðu svona fallega um mig *þerrar tár*

10/12/04 05:01

blóðugt

Skál fyrir mæðrum og til hamingju með að eiga eina slíka!

10/12/04 05:01

Þarfagreinir

Skál fyrir öllum mömmum. Þær eru langbestar.

10/12/04 05:01

Ugla

Besta en vandasamasta hlutverk í heimi.

10/12/04 05:01

Litla Laufblaðið

Mömmur eru bestastar, og ég elska mína mömmu allveg ofboðslega mikið!

10/12/04 05:01

Sæmi Fróði

Mæður eru frumafl sem engin skal reyna að beisla.

10/12/04 06:02

Nermal

Mæður eru mismunandi. Því miður eru til mæður sem er hreinlega hægt að flokka sem skrímsli. T.d mamman í bókini Hann var kallður "þetta" Ég er hinsvegar einn þerra heppnu sem á frábæra móður.

feministi:
  • Fæðing hér: 19/8/03 17:08
  • Síðast á ferli: 30/1/12 00:01
  • Innlegg: 451
Eðli:
Góðlega stjórnsöm og gjörn á að hafa rétt fyrir sér. Jafnréttismál eiga hug hennar allan.
Fræðasvið:
Hefur ágætt vald á því að vita lítið um mikið.
Æviágrip:
Ólst upp við gott atlæti og mátulegt afskipatleysi í fagurri Íslenskri sveit. Fylltist þó fljótt eirðarleysi og fór út í hinn stóra heim.