— GESTAPÓ —
Hundslappadrífa í neðra
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/05
Drög að endurkomu

Ég hef verið hér allstopull gestur síðustu misseri. Ástæður þess voru tíundaðar í fyrra félagsriti, en þar sem margt hefur breyst vaknaði hjá mér löngun til að segja fréttir og kíkja sem allrastyst við.

Kæru Bagglýtingar,

Eins og áður hefur verið nefnt átti ég við all illyrmisleg veikindi að stríða fyrir ekki all löngu.

Eftir að sá pistill var skrifaður lá allt í sama fari um stund. Og síðan snarversnaði það. Og svo fór allt í kolað. Á tímabili var mér vart hugað líf.

Mér var orðið fullljóst að læknarnir voru byrjaðir að giska út í loftið, svo ég hóf skrásetningu á einkennunum. Innan skams kom mynstur í ljós. Neysla vissra matartegunda höfðu greinilega einhver áhrif. Svo ég byrjaði að útiloka þær eina af annari úr mataræðinu. Fyrst fóru mjólkurvörur, eitthvað skánaði ástandið, næst viðbættur sykur og enn skánaði flakið. Þá fóru hveitivörur frá og orkan jókst til muna. Ég var komin á ról og farin að geta svarað fólki sem var mikil framför. Síðan þá hafa bæst við bannlistann hnetur, sterkjurík fæða (kartöflur), egg og allar súrar vörur (sítrusávextir, græn vínber...).

Niðurstaðan er undraverð. Á tveimur vikum hurfu öll einkennin eins og dögg fyrir sólu. Nú er svo komið að ég geng nánast heil til skógar og læknarnir trúa vart sínum eigin augum.

Á meðan á veikindunum stóð hlóðst upp stærðarinnar verkefna fjall. Bloggið mitt hefur ekki verið uppfært í langan tíma, heimilishaldið í klessu, kennsla sem ég hafði lofað legið á hakanum, ritstörf gengið brösulega og svo framvegis og svo framvegis.

Ég er þessa dagana að vinna í þessum málum af mikilli elju og endurnýjuðum fítonskrafti. Þegar ég hef klórað nægilega af því fjalli vonast ég til að geta farið að sinna Gestapó af þeim krafti sem hann á skilið. Til að byrja með verða heimsóknirnar án efa stopular en ég sakna ykkar ægilega.

   (1 af 13)  
4/12/05 03:02

Sloppur

Þjér eruð eigi sú eina sem standið í söknuði ástin mín! Vjér höfum saknað þín sárt og hefir söknuður vor einungis aukist við hverja innkomu vora! Vjér elskum yður og getum vart beðið eftir komandi brúðkaupi!

4/12/05 03:02

Hakuchi

Velkomin góða drífa.

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

Þakka kæri Hakuchi [finnur baggahlýju streyma um hugann]

Sloppur minn, söknuðurinn var svo sannarlega mikill hér líka. En senn kemur brúðkaupsdagur og nótt og þá verður allt upp bætt!

4/12/05 03:02

Sloppur

[Hugsar til "nóttarinnar"]
Verður hún nokkuð í Aþenu? [glottir]

Vjér vonum að yður líði betur og að brúkaup vort nái að verða hið snarasta! Vjér elskum yður ástin mín! [sendir 7 mánaða birgðir af rósum til sinnar heittelskuðu]

4/12/05 03:02

feministi

Ég mun fórna lambi, hrúti að sjálfsögðu, vegna endurkomu þinnar. Hvort vill þú frekar drekka ákavíti eða viskí með matnum?

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

[drukknar næstum í rósum] Það er naumast! [nær sér í veggfóðurslím og veggfóðrar vistarverurnar]

4/12/05 04:00

Offari

Það gleður eflaust mörg hjörtu hér að sjá þig koma svona eldhressa aftur eftir þessi veikindi.
Vonandi helst þér vel að að hafa heilsuna í lagi. Gangi þér vel.

4/12/05 04:00

Hundslappadrífa í neðra

Offari, ég þakka kærlega happaóskirnar [togar blítt í annað eyrað]

Feministi, ja fyrst svona vel er boðið dugar lítið annað en ákavíti! Ég mæti með svínshreðjastöppu í desert.

4/12/05 04:00

blóðugt

Gott að heyra að þér líður betur Drífa mín, það verður gott að sjá meira af þér!

4/12/05 04:00

Sloppur

[Vonast til að sjá mikið meira, en virðir þó allar hefðir sem hin heiðraða Drífa heldur uppir!]

4/12/05 04:00

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum yður hjer með formlega velkomna til baka.

4/12/05 04:00

Þarfagreinir

Vá. Þessir upphandlegsvöðvar eru þéttari en lærin á mér. Velkomin annars - og ég ætla EKKI að fara í sjómann við þig.

4/12/05 04:00

Hundslappadrífa í neðra

Blóðugt, sömuleiðis!

Flassar Slopp

Vladimir, vér þökkum auðsýndan heiður og velvild!

Þarfi, æji gerðu það, ég er búin að vera að safna bara fyrir þig...

4/12/05 04:00

Skoffín

Hmm... kannski ég taki mig bara líka á og haldi áfram að innipúkast hér með endurnýjuðum krafti líkt og þér Drífa.
[strýkur bólgna vöðvana með aðdáun í svipinum og kiknar í hnjánum]

4/12/05 04:00

Hundslappadrífa í neðra

[kitlar fullt í vöðvana, flissar] Æji skoffínsrúsínubollan mín

4/12/05 04:01

Skabbi skrumari

Mössuð... velkomin aftur... skál

4/12/05 04:01

Heiðglyrnir

Velkomin heim, Hundslappadrífa í neðra Úje..!..

4/12/05 04:02

Hundslappadrífa í neðra

Skabbi og Heiðglyrnir, þið eruð heiðursmenn miklir, þakka fyrir og SKÁL!!

4/12/05 05:01

Gaz

Sko! Enn ein sönnun fyrir því að læknar vita ekki allt!

Skál og velkominn aftur samt. [Býður öllum á smákökur.]

4/12/05 05:01

Hundslappadrífa í neðra

Tfakkk [bryður smákökunrar (sem eru auðvitað ósykrað, án mjókurvara og hveitis og svo framvegis), með blútnum]

4/12/05 05:01

Stelpið

Velkomin aftur Drífa. Skora á þig í sjómann.

4/12/05 06:01

Dr Zoidberg

Velkomin Drífa. Vona að kóbalt sé ekki á bannlista hjá þér.

4/12/05 06:01

Hundslappadrífa í neðra

Tekur áskorun Stelpsins... Hvað segirðu um að skella í einn á einvígisþræðinum?

Dr Zoidberg, nei auðvitað ekki, það var það eina sem hélt mér gangandi gegnum þetta "Lengi lifi Kóbalt"

Hundslappadrífa í neðra:
  • Fæðing hér: 31/8/05 15:27
  • Síðast á ferli: 6/4/07 21:55
  • Innlegg: 25
Eðli:
Ég er snjókornin sem líkjast áköfum hundslöppum þegar þau slást við andlit þitt. Sumir njóta þess, en aðrir eru að flýta sér í vinnuna.
Fræðasvið:
Flugvísindi hafdjúpanna
Æviágrip:
Hundslappadrífa í neðra hafði það á stefnuskrá sinni að vera helst til óþæginda allsstaðar sem hún kom. Í þeim tilgangi gerði hún sér far um að safna sem flestum flökkuvírusum, skammgengnum jafnt sem langvarandi. Viðurnefnið hlaut hún einmitt fyrir þær sakir. Hún kaus þó í leynum að falla inní hópinn og að vera elskuð fyrir óþægindin sem hún olli. Þegar Hundslappadrífan fauk fyrst yfir lendur Baggalútíu var hún allsendar óviss um eðli sitt. Lengi hafði hún feykst um ráðvillt og allsendis utangarðs. Eftir skamma dvöl fann hún þó sitt sanna sjálf með hjálp innfæddra. Nú sér hún ekki fyrir sér tilveruna annarsstaðar. Baggalútía lengi lifi. Gestapó er sannleikurinn.