— GESTAPÓ —
Sindri Indriði
Nýgræðingur.
Saga - 1/11/04
Saga af leigubílstjóra

Ég hitti um daginn leigubílstjóra sem sagði mér áhugaverða sögu um samskipti sín við yfirvöld og hvað það gæti haft í för með sér.

Þannig er mál með vexti að lög um leigubílstjóra eru þannig að þeir mega keyra til 75 ára aldurs og eftir það verða þeir að fara árlega í aksturshæfnismat. Það er umhugsunarefni að einn leigubílstjóri var kominn á tíræðisaldur þegar honum var sagt að hætta.

Nokkrir karlar voru á námskeiði til leigubílstjóraprófs einhvern tíman á áttunda áratugnum. Þeir héldu hópinn og fóru að harka eins og það er kallað, þ.e.a.s aka á leigubifreiðarrekstrarleyfi einhvers annars þar sem rekstrarleyfi fékkst ekki fyrr en einhver ákveðin reynsla lá að baki. Þeir óku reynslutímann. Þegar honum lauk sóttu þeir allir um rekstrarleyfi leigubíla. Þeir fengu allir bréf á sama tíma þess efnis að þeir þyrftu að sækja námskeið þess efnis hjá þar til gerðum aðilum sem vottaðir voru af samgönguráðuneytinu. Mennirnir sóttu námskeiðið samviskusamlega og luku því með láði. Þeir fengu síðan rekstarleyfi og þeir í einfeldni sinni fóru til sýslumannsembættisins eða þess aðila sem sá um það (mér láðist að spyrja um það) og létu þinglýsa leyfisbréfunum. Nú þóttust þeir aldeilis stórir kallar og fóru að reka sína eigin bíla. En ekki leið á löngu þar til annað bréf barst, frá samgönguráðuneytinu. Þar kom fram að það væri ekki til siðs að þinglýsa slíkum leyfisbréfum en ráðuneytið skyldi láta þetta kyrrt liggja. En svo fóru þessir menn nýverið að velta því fyrir sér hvað þessi ákvörðun þeirra hér um árið hefði haft í för með sér. Niðurstaðan varð eftirfarandi. Þeir geta rekið leigubíl þar til þeir hrökkva upp af. Það getur enginn svipt þá rekstrarleyfinu hvað sem á dynur nema um dómsmál sé að ræða og þá að þeir séu bornir mjög alvarlegum sökum. Þeir geta ekið eins lengi og þeir vilja að því gefnu að þeir standist akstursmatið árlega eftir 75 ára aldurinn. En þetta hafði það líka í för með sér að sett voru lög þess efnis að ekki væri hægt að þinglýsa leyfum á borð við það sem þeir gerðu.

Þannig var nú það.

   (1 af 3)  
1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Athyglisvert, er einhver boðskapur tengdur þessari sögu?

1/11/04 07:01

blóðugt

Ef þeir verða að standast akstursmatið til þess að halda áfram að keyra, hver er þá munurinn?

1/11/04 07:01

Limbri

Þegar þeir eru tíræðir og standast ennþá akstursmatið geta þeir haldið áfram. Ólíkt manninum sem var látinn hætta á tíræðisaldri. Enginn mun geta sagt þessum mönnum að hætta nema þeir falli á prófunum.

(Eða það sé ég sem muninn eftir að hafa lesið þetta undarlega (en ágæta) félaxrit.)

-

1/11/04 07:01

blóðugt

Það kemur ekki fram hvort tíræði maðurinn féll á prófinu. Segja lögin að prófa verði leigubílstjóra eftir 75 ára aldur en nái þeir tíræðisaldri verði þeir að hætta?

1/11/04 07:01

Hakuchi

Athyglisvert.

1/11/04 07:01

blóðugt

Athygligrannt.

1/11/04 07:02

hundinginn

Bjúró bull! Þoli ekki bjúró! Svo þurfa þessir saltfiskar meira að segja samtök og rjettindi. SVEI!!! Ekkert hark, önnur vinna! Fjandans vitleysa.

1/11/04 07:02

Sindri Indriði

Það skal upplýst hér og nú að ég var að gera svolitla tilraun. Ég skildi söguna eftir galopna og bjóst við að fá vangaveltur. Það er lítið mál að svipta menn leyfum í dag ef þeir gera eitthvað smotterí af sér. En þessir tilteknu menn mega gera nánast hvað sem er þar sem þeirra leyfi eru þinglýst.

1/11/04 07:02

blóðugt

Tja, þeir heyra undir sömu lög og við hin. Þeir komast ekki upp með allt.

1/11/04 01:00

Sindri Indriði

Nei auðvitað ekki. En með það að vopni að hafa getað þinglýst leyfisbréfunum sínum þá eru þeim óneitanlega fleiri vegir færir en hinum sem ekki fá kost á því. En hvernig er það, er hægt að ógilda þinglýsingu í krafti laga sem síðar hafa verið sett?

1/11/04 01:01

blóðugt

Ekki hugmynd. En hvaða brot eru það sem leigubílstjórar verða sviptir leyfi fyrir að fremja, sem þessir menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af?

1/11/04 01:02

Ívar Sívertsen

Skemmtileg pæling Sindri. Ég held að leigubílstjórar þurfi að leita kynferðislega á viðskiptavini, beita viðskiptavin ofbeldi, aka undir áhrifum áfengis eða vímuefna o.s.frv. Það er víst rosalega strangt tekið á öllum brotum.

Sindri Indriði:
  • Fæðing hér: 30/8/05 23:16
  • Síðast á ferli: 3/11/05 08:12
  • Innlegg: 0
Eðli:
Sindri Indriði, misskilinn snillingur í mannsmynd.
Fræðasvið:
Samanburðarlíffærafræði á konum.
Æviágrip:
Fæddist í hindberjarunna á Vindheimamelum. Skömmu eftir fæðingu uppgötvaðist að hann væri yndislegur myndardrengur. Það átti þó eftir að verða honum fjötur um fót. Helvítis presturinn þurfti alltaf að reyna að koma honum til manns og ná honum í konur. Sindri, sem vísast var gagnkynhneigður fékk nóg af því veseni og gerðist sjálfkynhneigður. Síðan hefur hann búið einn í synd í Lindarhverfi í Kópavogi. Hann lætur eftir sig ýmislegt þegar hann hrekkur upp af.