— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/06
Málverk af gestapóa.

Það er orðið langt síðan ég var að þvælast hér síðast, enda búinn að vera mikið fjarverandi vegna skyldustarfa. Það tók mig góðan tíma reyndar að finna út hvernig þetta virkaði allt saman, en það hafðist fyrir rest.

Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur mynd sem ég málaði fyrir eh... já nokkrum tíma síðan, en mynd þessi er reyndar af einum gestapóa. Ekki ætla ég að nafngreina þennan ágæta gestapóa, en það eru kannski einhverjir sem þekkja svipinn, en eru beðnir að halda því bara fyrir sig. Kannski að gestapóinn segi það sjálfur ef hann vill.
Þetta er önnur myndin sem ég byrti hér og vona að þið njótið.

   (1 af 16)  
2/12/06 21:01

Vladimir Fuckov

Fínasta mynd. Í ljósi þess að Glúmur er nær allir gestirnir hjer er augljóslega nær öruggt að þetta er hann [Hrökklast afturábak og hrasar við].

2/12/06 21:01

Offari

Ég þekki hann en ekki er það í mínum verkahring að segja hver það er.

2/12/06 21:02

Rósin

Skemmtilegur stíll. Er þetta stór mynd?

2/12/06 21:02

krossgata

Tjaldútilegustíll. Þetta er eins og málað við glóðina frá eldinum og allt annað svört nóttin. Skemmtileg mynd.

2/12/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað er stórmynd . þó ég þekki ekki raunsvipinn þá er augljóst að hún er listaverk og höfundur verksins hafi skilgreint gleði hennar

2/12/06 21:02

Jarmi

Greinilega ótrúlega fallegt módel. Góð mynd.

2/12/06 21:02

Prins Arutha

Tjaldútilegustíll? krossgata þetta hef ég aldrei heyrt sagt um myndirnar mínar áður, en þetta er ekki langt frá lagi hjá þér. Hvað hún er stór Rósin, ja hún nær alveg hornanna á milli býst ég við.
Þakka góðar undirtektir kæra fólk.

2/12/06 21:02

Hakuchi

Póst módernískt meistaraverk.

2/12/06 21:02

krossgata

Ég skírði bara stílinn í samræmi við tilfinninguna sem ég fékk við að horfa á myndina. Var alls ekki að gera lítið úr henni nema síður sé. Ég hreinlega var sest við eldinn að hlusta á þessa konu tala hinum megin við bálið.

2/12/06 21:02

Prins Arutha

Ég skil krossgata, og ég var eiginlega sammála þér stílinn. Bara aldrei heyrt þetta áður um myndlist. Lifðu heil.

2/12/06 21:02

Glúmur

Þakka þér Prins fyrir þessa huggulegu mynd af mér. Ég var nú talsvert fríðari þarna áður fyrr, áður en mér gránaði grön og kjammarnir loðnuðu.

2/12/06 21:02

krumpa

Hmmm - þó þetta sé líkt Glúmi þá held ég ekki...

2/12/06 21:02

Glúmur

Sumt fólk ber ekkert skynbragð á list! [Fettir upp á nefið á sér]

2/12/06 22:00

Jóakim Aðalönd

Þetta er reyndar mynd af mér.

2/12/06 22:01

Sæmi Fróði

Já, greinilega Jóakim.

2/12/06 22:01

Þarfagreinir

Ég veit hver þetta er. [Flissar]

2/12/06 22:01

B. Ewing

Ég held að ég viti líka hver þetta er. [Rýnir í myndina með þykkum lesgleraugum]

2/12/06 22:02

Ívar Sívertsen

Ég er ekki í vafa um að Glúmur á þarna hlut að máli... en ég held ég viti hver þetta er.

2/12/06 23:00

Jóakim Aðalönd

Ég var að segja það í gær: Þetta er mynd af mér.

9/12/11 19:02

Vladimir Fuckov

[Stofnar laumupúkaþráð]

Það er hárrjett hja yður enda er Glúmur (nær) allir gestirnir hjer, þar með talið þjer, og því er þetta mynd af Glúmi. Og þá jafnframt yður. Annars höfum vjer núna sterkan grun um hver þetta er, öfugt við árið 2007.

[Laumupúkast aftur burt]

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.