— GESTAPÓ —
Leir Hnoðdal
Nýgræðingur.
Sálmur - 2/11/04
Hafið tók

Sjórinn tók besta vin minn og ég er reiður og dapur

Flóinn sem tók þig er svo kaldur

Að sjá er hann kaldari en orð frá lýst

Fuglarnir sem synda í fjöruborðinu
fimbulfamba eitthvað sem þeir einir skilja

Okkur sem enn erum í þurrum sokkum
er ætlað að skilja ekki neitt

Hví er ægivald dauðans svona miskunnarlaust ?

Er hugsanlegt er að flóinn verði alltaf kaldur
eins og hrollurinn og reiðin sem enn situr svo föst
fyrir brjósti mér ?

Svo horfi ég út á flóann og spyr líka kaldan vindinn
hvort mér muni hlýna að innan með hækkandi sól

Vindurinn svarar engu en feykir til lokkum
á mynd af fallegum og góðum dreng

Sú mynd er svarið sem verður að duga mér

   (5 af 22)  
2/11/04 22:01

fagri

Truntusól handa þér.

2/11/04 22:01

Skabbi skrumari

Ég samhryggist þér... kæri vinur...

2/11/04 22:01

Jóakim Aðalönd

Sama hér.

3/11/04 00:00

Grýta

Sorglegt og ástríðuþrungið.

Ég á vin sem hafið tók.
Ég á fleiri vini sem flóðið tók.

Það er svo erfitt að koma söknuði sínum í orð,
en þér tókst það.

Finn til með þér kæri Leiri. Sé myndina sem þú birtir með ljóðinu.

Gott hjá þér!

Leir Hnoðdal:
  • Fæðing hér: 11/8/05 13:24
  • Síðast á ferli: 15/9/06 10:29
  • Innlegg: 2
Eðli:
Heiðarlegur ungur maður í anda sem lætur sér ekki allt fyrir augum brenna. Lifir í von um að einn daginn hlotnist honum sá heiður að losna við viðurnefnið Nýgræðingur og fá bókmenntaverðlaun Baggalúts ef þau eru þá til. Er líka tilbúinn að taka að sér ábyrgðarstarf bjóðist það hjá ríkistjórn Baggalúts. Kann vel að meta bitlinga svo nálgast framskóknarmennsku af bestu sort. Lifir frekar flóknu lífi en þykir gott matarkex frá Frón. Kann að meta konur með gott hjartalag og húmor.
Fræðasvið:
Rannsóknir á salernis-veggjakroti frá 7. áratug síðustu aldar og þýðing þeirra og uppeldisleg áhrif þeirra á nýráðna Hæstaréttardómara. Uppfyndningar á lími sem límir allt hafa þó verið mínar ær og kýr.
Æviágrip:
Fæddur á sjúkraskýli nálægt 66 gráðum norður. Móðirinn var rauðhærð og afneitaði skáldinu "med det samme". Hefur unnið á eyrinni, sótt sjó og dvalið til sveita og á möl. Er félagi í uppfyndningasamtökum lýðveldisins og hefur fórnað miklu af frístundum sínum við að finna upp lím sem límir allt. Stundað fornleifarannsóknir á salernum með styrk frá Gustafsberg A/S í Noregi.