— GESTAPÓ —
Rósin
Fastagestur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 9/12/04
Pabbi þarf að gera meistaraverk

Yndisleg hlustun í alla staði.

Fyrir svona viku síðan lagði ég leið mína í þá ágætu verslunarmiðstöð Kringluna með það í huga að festa kaup á einhverri fallegri afmælisgöf handa henni ömmu minni. Þrátt fyrir þó nokkra leit fann ég ekkert sem mér leist nógu vel á og var hér um bil búin að gefast upp á þessari verslunarferð þegar ég álpast framhjá Skífunni og dettur þá snilldarlega í hug að athuga hvort Köntrískífa Baggalúts sé komin í verslunina. Ég vatt mér inn og hvað sé ég ekki nema skífuna sjálfa í allri sinni dýrð og orðin “Pabbi þarf að vinna” ómuðu í huga mér. Ég ákvað að vera eigingjörn, rétti út höndina, greip plötuna og hljóp....að næsta kassa, borgaði og dreif mig eins og ég gat heim þar sem geisladrifið í tölvunni minni beið átekta. Diskurinn byrjaði að snúast og æðisgengnir banjótónar ómuðu um herbergið og fögur rödd Núma (skilst mér) með. Ég hlustaði á diskinn allan í gegn og í huga mér var ég komin á sveitaball í Kansas með hænsavír, höttum og heyi, svo ekki sé minnst á kynæsandi kúreka að dansa við. Svo hlustaði ég á diskinn aftur og þá voru kúrekarnir orðnir aðeins léttklæddari...nei ég er að stríða. Ég hef ekki hætt að hlusta á þessa skífu síðan ég fékk hana og eignaðist strax nokkur uppáhaldslög svo sem lög nr. 1.Settu brennivín í mjólkurglasið vina, 4. Pabbi þarf að vinna, 5. Hún er stúlkan mín, 7.Kaffi og sígó, 12.Öskjuhlíð og 15. How do you like Iceland? Allir sem hafa hlotið þann heiður að fá að hlusta á þetta meistaraverk eru sammála mér í þeirri skoðun að þetta sé afburðar vel unnin plata, textarnir mjög góðir og skemmtilegir og að hún höfði til eiginlega allra. Ég ákvað meira að segja að festa kaup í öðru eintaki handa henni ömmu minni og líkaði henni mjög vel. Þessi diskur fengi 10 stjörnur ef sá möguleiki væri fyrir hendi, en þar sem 5 eru hámarkið verður það að nægja.

Húrra fyrir “Pabbi þarf að vinna”
Húrra fyrir Baggalút og
Þrefalt húrra fyrir Ritstjórninni.

P.s. Afburðar ánægjulegt var að fá textana á prentuðu formi í bæklingnum ásamt nytsamlegum orðskýringum.

   (2 af 2)  
9/12/04 05:01

Enter

Virkilega vandað félagsrit og vel unnið. Þú ert bersýnilega væn stúlka og góð.

9/12/04 05:01

Rósin

Þakka þér fyrir Enter, ég hugsa að það sé ekki hægt að fá betra hrós [Ljómar lengst upp]

9/12/04 05:01

Bismark XI

Það hefur verið hrein unun að hluta á köntrí tónana sem að þið hafið fært okkur.

9/12/04 05:01

Barbapabbi

Já diskurinn er góður strax og batnar svo við hverja hlustun

9/12/04 05:01

Glúmur

Þjóðljóð, öll með tölu - yfir mig hrifinn.

9/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Algjört meistaraverk sem vjer bíðum spenntir eftir að heyra í kvöld í fyrsta sinn.

9/12/04 05:01

krumpa

Fór rétt í þessu með Heittelskaðan í plötubúðina og lét hann splæsa í einn... Fyrsta lagið í gangi núna...

9/12/04 05:01

Enter

Maður fer nú bara að skæla.

9/12/04 05:01

krumpa

Lag númer fimm er alveg brill - hef ekki komist lengra því ég set alltaf aftur og aftur á lag nr. 5...

9/12/04 05:02

Rósin

Já, lag nr 5 er uppáhalds uppáhaldið mitt.

9/12/04 06:00

Númi

Já mitt líka!

Mikið eruð þið annars kurteisir og fallegir gestir - og með svona góðan smekk...

9/12/04 06:01

Rósin

Jei! Við fengjum nú ekki tækifæri til að vera svona æðisleg án ykkar [Brosir hringinn]

9/12/04 06:01

Heiðglyrnir

Jólagjafalistinn verður einhæfur í ár 22 stykki af "Pabbi þarf að vinna" Diskurinn er frábær. Sonur minn sem er 17 ára. Hringdi og spurði hvort hann mætti ekki taka afrit af mínu eintaki. Og þegar Riddarinn var alveg orðin blár í framan, að útskýra ahverju þetta væri eini diskurinn í heiminum, sem ekki mætti afrita. Greip hann frammí. Heyrðu pabbi, ef að þú endilega villt kaupa hann handa mér, ekki málið. Það var nefnilega það, og þannig varð það..!..

9/12/04 06:01

Glúmur

Varðandi eftirlæti þá eru lög 1, 3, 4, 5, 8, 10, 12, 13, 15 og 16 í alveg hreint sérstöku eftirlæti hjá mér. Hin eru auðvitað stórfengleg líka en lög 1, 3, 4, 5, 8, 10, 12, 13, 15 og 16 eru án vafa bestu dægurlög síðan 1982.

Rósin:
  • Fæðing hér: 10/8/05 16:11
  • Síðast á ferli: 14/10/07 14:40
  • Innlegg: 242
Eðli:
Rósin, heiti ég og þó ég sé blá lykta ég alveg jafn sætt og aðrar rósir.
Fræðasvið:
Veit allt um blómin og býflugurnar.
Æviágrip:
Fæddist í Blómaval, en bý núna í afskaplega fallegum garði hjá gamalli konu sem hugsar vel um mig.