— GESTAPÓ —
Anar
Nýgræðingur.
Dagbók - 5/12/05
Þörf í uppgjör.

~Upphaf og endir hafa hvort um sig hvort annað~

Einu sinni var lítil vera.

Hún vildi ekki vera ein. Og eins og hún var var hún ekki ásættanleg. Lega landsins bauð uppá fallegt líf og vingjarnlegt viðmót frá veröldinni sem þóknaðist henni vel. Velgjörðir voru ófáar og umhyggja var næg hverjum manni sem slíkt vildi fá. Fáir gátu sagst hafa það betra með góðri samvisku. En vitiði hvað! Lífið er ekki ævintýri og ævintýri eru ekki betri en lífið. Það er margt sem maður fær útúr erfiði og erfiði gefur margt af sér. En sér er hver um sitt. Hverjum er lífið um að kenna? Alveg eins og að þú núna skilur ekki alveg tengslin milli upphafspersónu þessa pistils og pistilsins sjálfs, þá skil ég ekki tengslin milli lífs míns og míns sjálfs. Er það mér að kenna að ég er á líf? Er það lífi mínu að kenna að ... hmmm, stoppum aðeins. Hversvegna þarf að finna blóraböggul?

Og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.

~Þjáning er tjáning~ "grín á kantinum"

   (1 af 11)  
5/12/05 08:00

Jóakim Aðalönd

Hvað reyktir þú í nótt?

5/12/05 08:00

dordingull

Litlar verur sem stórar eru ekki einar þá þær dvelja með oss. Vertu ekki að eyða stuttum líftíma í leit að svörum sem ekki eru til í ævintýrabók lífsins. Svörin koma sjálfkrafa þegar sögunni lýkur og bókinni er lokað.
Blóraböggulinn (geri ráð fyrir að þú eigir við höfundinn) finnur þú sennilega aldrei hvort sem er þar sem hann skrifaði handritið undir dulnefni.
Ef til vill er það hin sami og samdi Basil fursta.
Hver veit?

En mikið er gaman að sjá þig á ný. Hvar í fjandanum hefur þú verið?

5/12/05 08:00

Litla Laufblaðið

Ég skil svona litlar verur voða vel að vilja ekki vera einar.
En ein spurning. Lifa þau hamingjusöm til æviloka, saman?

5/12/05 08:01

Lopi

"grín á kantinum"

5/12/05 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Gaman að sjá þig Fallegt rit

5/12/05 08:02

Hakuchi

Bolli sem ílát.

5/12/05 09:01

Gaz

Litlir kallar á lækjabakka...

5/12/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Kassar Gaz, kassar.

Anar:
  • Fæðing hér: 6/8/05 12:47
  • Síðast á ferli: 8/5/06 11:05
  • Innlegg: 0