— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/06
Hvernig losnar maður við karlkynsvinina?

Langar í fleiri vinkonur!

Ég vakna, Árni hringir og ég þarf að sækja hann og svo förum við samferða í skólann. Þar hitti ég svo Robba sem er með mér í næstum öllum tímunum... Í hádeginu förum við Árni, Ari, Atli, Robbi og Stebbi og fáum okkur hádeigismat.

Eftir skóla skutla ég svo Árna heim til sín og ég sæki Gunnar Inga, við förum alltaf saman í ljós og svo í ræktina. Eftir ræktina fáum við okkur skyr saman og Gunnar vælir um síðustu "kærustu". Ég skutla Gunnari heim og fer til Ara og þar er Atli, Stebbi, Maggi og Árni við horfum á eitthverja hræðilega hallærislega grínmynd þar sem gaurarnir verða "gegt stónd" og reyna að ríða "ýkt heitum gellum".

Sá sem er síðastur að þamba bjórinn sinn þarf að fara útí búð að kaupa mat... ég lendi yfirleitt í því.

Eftir matin fara þeir að týnast heim til sín.... og maður sofnar.

   (33 af 56)  
2/12/06 04:01

Jarmi

Þeir vilja allir leggjast á þig. Það er nokkuð ljóst.

2/12/06 04:01

Offari

Bjóddu Hvæsa í heimsókn þegar hann prumpar losnarðu við alla hina.

2/12/06 04:01

krossgata

Af hverju ÞARFTU að sækja þá, horfa á myndir sem þeir velja, vera síðust að þamba bjórinn, fara í ræktina.... Spurning um að snúa þessu við.
[Ljómar upp]
Árni og Gunnar Ingi sæki þig, fáið ykkur jógúrt, horfið á mynd sem þú velur og sá sem er síðastur að drekka drykk að þínu vali kaupir í matinn.

2/12/06 04:01

Dula

Já , af hverju valdirðu þér þetta notandanafn. Ef þetta er raunin þá skil ég vel að það sé gott að eiga þig sem vinkonu ef þú ert tilbúin að sækja, skutla, sækja , skutla, splæsa, sækja og skutla og splæsa.

2/12/06 04:01

Nermal

Þú segir bara NEI!!

2/12/06 04:01

Offari

Svo geturðu lánað Dulu vinina hún kann allveg með þá að fara.

2/12/06 04:01

Upprifinn

Lyktaðu illa.

2/12/06 04:02

Dýrið

Besta leiðin til að losna við kk vini er að sofa hjá þeim. Það er sérstaklega áhrifarík leið ef þú ert strákur en virkar líka fínt fyrir stelpur.

2/12/06 04:02

Hakuchi

Þú nærð í matinn?

Striknín.

2/12/06 05:01

Tigra

Iss... þú átt að púlla "fátækur námsmaður" á þessa stráka. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að fá vini sína til að kaupa handa sér ef maður er fátækur námsmaður!
[Ljómar upp]
"Strákar ég kemst ekki með ykkur í bíó, ég á engan pening" (sem er í flestum tilfellum satt) en þá er oftast einhver sem á pening sem hann þarf ekki að nota og Tigra kemst með í bíó!

2/12/06 05:02

Hakuchi

Graðir unglingspiltar eru einmitt mjög örlátir.

9/12/06 04:02

Barbie

Mjög auðvelt. Bara einfalt eintal. Horfðu djúpt í augunn á viðkomandi og segðu: ,,Ég elska þig. Ég vil eyða ævinni með þér. Ég vil ala þér börn og ganga með þér lífsins langa veg". Síðan skreppurðu aðeins frá til að ná í Vouge blaðið sem er einmitt með brúðarkjólnum sem þig langar í. Og hvort við ættum ekki aðeins að skreppa í 5 tíma ferð í Kringluna til að skoða brúðarmeyjakjóla.
Gæti haft örlitlar afleiðingar í för með sér en þú verður frjáls á nóinu. [dæsir ánægjulega].

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Gætir líka sofið hjá öllum strákunum, líka þessum feitu og ljótu, spyrð þá svo alla (einn í einu) hvort þeir vilji ekki koma í trekant með einhverjum af hinum. Þá sjá þeir allir að þú ert ekki bara lygari heldur líka drusla, en það ætti að losa þig við þá.

Kíktu svo bara í heimsókn til mín. Ég á bíl.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.