— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/05
Aulinn komin með aðdáanda.

Ljótan aðdáanda.

Um helgina fór ég í vinnu, í búðinni sem ég vinn í. Laugardaginn mætti ég hress að vanda og byrjaði að verðmerkja og raða upp vörum í hillur, kemur þá þessi undarlegi, feitlagni, illa lyktandi maður með tvær tennur. Hann spyr mig um heima og geima, hvort þetta teppi myndi passa við vínrauðan sófa, hvort barn hefði gaman af því að eiga þennan bauk og svo framvegis. Ég brosi og svara öllu og er án efa afar kurteis. Maðurinn fer svo.

Ég held áfram að vinna mína vinnu og svo kemur maðurinn aftur, þvílíkur vibjóður sem maðurinn er, greyið. Ég hálf vorkenni honum og leyfi honum að spjalla. Hann segist vera nýbúinn að kaupa sér íbúð og hann biður um aðstoð við að velja sætt stell, ég vel grænt og hvítt stell... Hann segist líka þurfa myndir, mottur og ýmisslegt fleira. Þarna er ég og geng með honum um búðina og hjálpa honum að velja í nýju íbúðina. Hann kaupir vörurnar og fer.

Enn og aftur kemur hann, en þá í öðrum tilgangi, hann vildi bjóða mér í mat heim til sín... í nýju íbúðina, bara svona til að þakka fyrir hjálpina. Ég segist ómögulega geta það og "hleyp" inná lager, segi yfirmanni mínum að það sé geðsjúkur maður í búðinni sem vill bjóða mér í mat, hann hlær bara og segir mér að fara fram.

Ég held áfram að vinna á meðan maðurinn röltir um búðina. Hann gengur svo loks upp að mér og segir að aldrei hafi stúlka verið svona góð við sig og hann yrði að launa mér það, hann talar meira að segja um peninga. Ég svara ekki og held áfram að verðmerkja. Þá grípur hann á það ráð að tala við samstarfskonu mína og biður hana um símanúmerið mitt, hún neitar og verður hann afar sár. Hann strunsar útúr búðinni og held ég þá að sagan sé öll. Ég kemst heim á leið án þess að sjá hann.

Næsta dag kem ég í vinnuna, hann er mættur í Smáralind og byrjar að skoða í búðinni. Þegar ég er ein við kassan að versla eitthverjar smávörur, hann segist þrá mig. Ég verð auðvitað skíthrædd og segi honum að láta mig vera. "Þú ert fegursta stúlka sem ég hef séð á ævi minni, og svo ertu líka góð við mig", ég þakka fyrir mig og tala enn og aftur við yfirmann minn. Hann biður hann vinsamlegast að yfirgefa búðina. Maðurinn fer.

Eftir vinnu tek ég strætó niður í Mjódd og viti menn! Þarna er karlinn! Verr lyktandi og ljótari sem aldrei fyrr! Hann rekur augun í mig og byrjar að syngja hástöfum "All by my self" með Celine Dion fyrir framan allt fólkið, krípur fyrir neðan mig og ég bókstaflega pissa á mig, þá af hlátri ekki hræðslu. Ég segi manninum að hann sé geðveikur og að ég sé lesbísk. Svo loks kom þristurinn eftir átakanlegan söng mannsins.. og fer ég upp í vagnin með hraði.

Ekki hef ég rekist á þennan mann aftur, og vona ég að ég muni ekki gera það. En þessi uppákoma í Mjóddinni er án efa það fyndnasta sem ég hef upplifað.

   (36 af 56)  
2/12/05 21:01

B. Ewing

Ég veit varla hvort ég á að hlægja að þessarri sögu eða reiðast. Það er vonandi að þú losnir við þennan mann fyrst þú vilt ekkert með hann hafa. Vonandi hættiru samt ekki að vera kurteis við alla sama hvernig þeir líta út.

2/12/05 21:01

Bangsímon

Vá! Þetta er rosalegt! Ástarævintýrin gerast greinilega í Smáralindinni.

2/12/05 21:01

Skabbi skrumari

Hann er greinilega ekki alveg heill á geði... farðu mjög varlega...

2/12/05 21:01

hlewagastiR

Bíddu... má maður ekki spyrjast fyrir um húsgögn án þess að fara fyrst í sund og gufu og úða á sig rakspíra? Og hvað með það þótt mér finnist þú aðlaðandi? Er það ekki bara gott? ERt þú ekki líka þessa saetaskvisa_92 sem ég hef verið í sambandi við á Netinu?

2/12/05 21:01

fagri

Hvernig var að fara á heitt stefnumót við saetaskvisa_92 og hitta svo bara feitan fréttamann?

2/12/05 21:01

Aulinn

Hann var ekkert feitur.

2/12/05 21:01

feministi

Takk fyrir að segja að ég sé ekki feitur en mér sárnaði þegar þú hlóst að mér á stoppistöðinni.

2/12/05 21:01

Jerusalem

Margt skrítið í kýrhausnum. Alltaf gaman að illa lyktandi fólki með fleiri en eina tönn.

2/12/05 21:01

Offari

Þú verður samt að viðurkenna að ég er með fallega söngrödd.

2/12/05 21:01

Haraldur Austmann

Eru allir að bögga aulann?

2/12/05 21:01

Von Strandir

Ég er með ÞRJÁR tennur!

2/12/05 21:01

Skabbi skrumari

Ég ætlaði reyndar að segja:

ÉG er greinilega ekki alveg heill á geði... farðu mjög varlega...

2/12/05 21:01

Dr Zoidberg

Tvær spurningar:
Pissaður á þig eða á þann illa liktandi?
Hvað var sá illa liktandi gamall?

2/12/05 21:01

Bismark XI

Nei ég er ekki gamall.
Held að þessar samræður sanni að Glúmur stjórni þessu öllu.

2/12/05 21:01

Aulinn

Hann var um 50 ára aldurinn.

2/12/05 21:01

Anna Panna

Uss, varstu ekki að hrópa út í kosmósið um daginn að þig langaði að ástin kæmi inn í líf þitt?! Kosmíkin hefur nú alveg húmor sko!!

2/12/05 21:01

Kondensatorinn

Hvurslags eiginlega kenjar eru þetta í þér.
Manngarmurinn játar þér einlæglega ást sína og þú segir að hann sé veikur,
en stundum fær maður ekki það sem maður vill og vill ekki það sem maður fær.
Margt gerist í lindinni.

2/12/05 21:02

Nermal

Passaðu þig, hann gæti líka ljósmyndað þig í leyni og reynt að gera woodoo galdra á þér!!

2/12/05 21:02

Ugla

Hvað ef hann hefði litið út eins og Brat Pitt?
Hefði það breytt einhverju?
Öllu jafnvel?
Ha, ha, ha, ha?

2/12/05 22:00

Ívar Sívertsen

Sko! Þetta er sparigómurinn minn!

2/12/05 22:01

Vladimir Fuckov

Nýja dulargerfið er notað verður í baráttu gegn óvinum ríkisins virkar greinilega fullkomlega [Ljómar upp].

2/12/05 22:01

Rasspabbi

Þú fyrirgefur þetta vonandi en þegar ég borða ostrur þá bólgna ég alltaf svona hræðilega og verð hálf kexaður í tæpa viku.

En án gríns þá væri alveg ráð að hafa augun hjá sér ef þessi maður er á sveimi.

2/12/05 23:01

Dexxa

Hvað hefðirðu gert ef að þessi maður hefði verið myndarlegur, lyktað vel, haft allar sínar tennur og verið um 20 ára aldurinn? hefði það breytt einhverju?

Ég myndi nú samt passa mig verulega...

2/12/05 23:01

Sundlaugur Vatne

[Hnyklar vöðvana setur upp ljótukallasvipinn] Ég skal sko kenna svona köllum að vera að áreita ungar stúlkur. Hann getur bráðum hætt að telja þessar tvær tennur í kjaftinum.
Annar þætti mér gaman að vita hvað Celine Dijon var að gera í Mjóddinni um helgina og hvað fékk hana til að taka lagið með þessu eintaki. Ætli þau séu skyld?

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Þó seinn sé þá vil ég leggja orð í belg.
[Leggur orð í belg]
Maðurinn var að versla fyrir tilvonandi brúði sína með því að láta hana velja hlutina, eina sem vantaði uppá, var að tilvonandi brúður hans vissi stöðu sína.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.