— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Fóstureyðingar.

Viðkvæmt mál.

Ég lenti í því um daginn að halda að ég væri ófrísk. Ég er aðeins 16 ára og því ert þetta afar flókið og viðkvæmt mál. Kærastinn minn sagði mér án þess að hika að ég ætti að fara í fóstureyðingu. Ég persónulega veit ekki hvort ég gæti eytt barninu mínu. Ég veit að sumir segja að þetta sé ekki orðið barn og ekki einu sinni fóstur, heldur bara fósturvísir. En málið er að um leið og kona veit að hún sé ófrísk þá tengist hún barninu (fósturvísinum) tilfiningalega. En svo koma peningar alltaf inn í svona eins og kærastinn benti á. En hvað með "All you need is love"?

Svo er til fólk sem kallar fóstureyðingar morð og er algjörlega á móti þessu. En ég segi, ef þú átt 12-14 ára stelpu og hún verður ófrísk? Hvað þá? Ég er 16 ára, á ég ekki að klára skóla og eignast húsnæði. En hvað með það að ég ætti lítið krúttlegt barn sem ég myndi elska? Og reyna að gera allt sem ég gæti fyrir það.... lífið myndi þá hafa eitthvern tilgang.

Ég veit það ekki. Hvað ef ég sé ófrísk núna? Hvað þá? Myndi kærastinn minn yfirgefa mig ef ég myndi vilja eiga barnið? Gæti ég lifað með því að hafa eytt hugsanlegu barni mínu?

   (47 af 56)  
1/11/04 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ertu ófrísk vinan ? ef ekki er þettað nú ekki svo erfitt vandamál fyrir þig í augnablikinu. Aðgát skal ske í nærveru stráka. betra er að hugsa um þettað fyrir getnaðinn og verja sig ef frjófgun sé óæskileg t,l,d sökum aldurs eða efnahags. náttúru lega eru fóstureyðingar ekki æskilegar
og sérstaklega ekki sem substitute fyrir getnaðavarnir. Vinan gangi þér vel í þessum pælingum þínum það er þó ávalt konan sem fóstrið ber sem hefur ákvörðunnarvaldið og ábyrgðina yfir líkama sínum.

1/11/04 21:01

Offari

Fátt um svör? Þú þarft nefnilega að svara þessari spurningu sjálf. Við getum ekki tekið ákvörðun fyrir þig. Vonandi getur einhver gefið þér góð ráð.

1/11/04 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Fyrirgef þú kæra vina ég sé svolítð eftir að hafa svarað þessu enn læt það standa. Ef þú nú ert
i þannig ástandi að þurfa taka svona ákvörðunn þá get hvorki ég eða neinn annar hér á lútnum hjálpað þér . Hvað sem þú gerir þá styðjum við þig í því að fullu.

1/11/04 21:01

Furðuvera

Vinkona mín hefur stundum lent í þessu. Maður verður að passa sig...
En í þessum málum er best að leyfa hlutunum að þróast og hugsa rökrétt þegar taka á ákvarðanir.

1/11/04 21:02

gregory maggots

Ég er sammála GEogH, þetta er ákvörðun sem þú verður að taka sjálf, með tilliti til allra þátta. Og möguleikinn á fóstureyðingu á aldrei að vera notaður sem getnaðarvörn. En auðvitast gerast hlutirnir stundum svo hratt og óvænt að það verður engum vörnum við komið.
Persónulega finnst mér það ekki eiga að vera þáttur í því hvort kærastinn myndi yfirgefa þig, ef hann er slíkur þá er sambandinu ekki ætlað að endast að eilífu, og það er varla góð tilfinning að hafa einhverntíman eytt fóstri fyrir einhvern gaur sem kannski var bara lítill hluti af þínu lífi í heildina séð.

1/11/04 21:02

Barbapabbi

Það er skortur á fóstrum í leikskólum um þessar mundir. Það ætti því að fara varlega í að eyða fóstrum, þær eru nú ekki svo margar.

1/11/04 21:02

Don De Vito

Ef það verður strákur sem fæðist (engar fóstureyðingar!) skal ég bara taka við honum og gera hann að fyrirtaks sérsveitar hermanni.

1/11/04 21:02

Glúmur

Ég er gamall fauskur hér og ég ætla að tala hug minn. Ég bið þig þó að taka því sem ég segi afar varlega því ég veit lítið um hvað ég er að tala enda hef ég aldrei verið ófrískur sjálfur. Því ítreka ég að þetta eru mínar skoðanir og ekki ætlað sem ráðleggingar heldur einungis innsýn í hvað sumum öðrum finnst.
Ef ég mætti ráða þá myndi ég skipa svo fyrir að stúlkum væri það líffræðilega ómögulegt að verða ófrískar fyrir tvítugt. Sjaldan held ég að stúlka sem eignast barn 17 ára hefði ekki verið betur sett ef það sama barn hefði ekki fæðst fyrr en eftir tvítugt. Eitt sinn þótti þetta nú ekki tiltökumál að stúlkur eignuðust börn fyrir tvítugt, það þótti eðlilegt. En á sama tíma þótti líka eðlilegt að þér sæktu sér ekki menntun og að þær tileinkuðu sig heimilinu. Nú vil ég ekki valda misskilningi, margar þær konur sem ég ber hvað mesta virðingu fyrir eignuðust börn fyrir tvítugt, móðir mín þar á meðal, það er þó mín trú að í þjóðfélagi nútímans þá geti þetta flækt málin ákaflega mikið. En málið er auðvitað að ég fæ þessu ekki ráðið, pör passa ekki upp á getnaðarvarnir, þunganir eiga sér stað og það sem málið snýst um hér er auðvitað hvaða leið skal velja.
Fóstureyðingar eru viðkvæmt mál en í mínum huga lít ég svo á að fóstureyðing sem framkvæmd er snemma á meðgöngu sé með öllu réttlætanleg og það sé skylda parsins að ræða málin í sameiningu. Ef parið er ósammála um hvað skuli gert og geta ekki komist að niðurstöðu í sameiningu þá verður stúlkan að sjálfsögðu að taka sína ákvörðun því vitanlega er ákvörðunin frekar hennar heldur en þess sem fjárfest hefur einni sáðfrumu í fyrirtækinu.
En þó ég sé fylgjandi fóstureyðingum upp að 12. viku þá er ég andsnúinn fóstureyðingum sem eiga sér stað eftir þann tíma nema að sérstakar aðstæður komi þar til.
Í mínum huga er fóstureyðing á fyrsta þriðjungi meðgöngu alls ekki deyðing á einstaklingi, til þess er taugakerfi og önnur einkenni einfaldlega of óþroskuð. Vitaskuld er þarna líf á ferðinni sem síðar gæti orðið að einstaklingi en það sama má segja um öll þau frjóvguðu egg sem fyrir tilstuðlan pillunnar verða ekki að einstaklingum og ekki lít ég á pilluna sem deyðingu einstaklinga.
Fóstureyðingar sem eru hinsvegar framkvæmdar á síðasta þriðjungi meðgöngu (slíkt tíðkast ekki) lít ég aftur á móti allt öðrum augum, þar væri um manndráp að ræða í mínum huga enda fóstrið orðið það þroskað að hugsanlega gæti það lifað af án móðurinnar. Þarna á milli liggur síðan grátt svæði og á því gráa svæði vil ég láta fóstrið njóta vafans og er því andsnúinn fóstureyðingum eftir 12 viku. Þar dreg ég mína línu. Fóstureyðingar eru samt neyðarúrræði og ég er andsnúinn því að fólk noti þær sem einhverskonar síðbúna getnaðarvörn, jafnvel ítrekað. Hér á landi er framkvæmdur mikill fjöldi fóstureyðinga, fyrir hverjar fjórar fæðingar er nálægt því ein fóstureyðing framkvæmd. Það þykir mér mikill fjöldi para sem hefðu mátt passa sig betur.
Varðandi það svo að börn veiti lífinu tilgang þá er það sannarlega rétt, en það gerist ekki ósjálfrátt og mér finnst þetta vera varhugaverður hugsanaháttur. Fólk verður að vera tilbúið að eignast barn til að það gefi því tilgang. Að ala upp barn er skelfilega erfitt og erfiðið getur orðið til þess að ráðvilltir foreldrar sjái jafnvel ekki þennan mikla tilgang. Ég held að of mörg börn hafi fæðst með þessar væntingar á litlum herðum sínum að foreldrar þeirra ætluðust til þess af þeim að þau mynda laga allt sem miður hafi farið og veittu þeim einhvern töfrandi tilgang sem var ekki til staðar áður, hvítvoðungum er ekki ætlað að axla slíkar væntingar.

1/11/04 21:02

Hexia de Trix

Ég er eiginlega alveg sammála Glúmi. En þar sem ég er kona sem hefur gengið með börn undir belti vil ég bæta svolitlu við. Ég hef reyndar aldrei farið í fóstureyðingu og ekki heldur verið í aðstöðu til að þurfa að íhuga slíkt.

Það sem mig langar að nefna er sálarlíf móðurinnar, eins og aulinn kom inn á. Móðirin á það nefnilega til að tengjast fósturvísinum tilfinningalegum böndum, og getur átt það til að naga sig í handarbökin það sem eftir er ef henni finnst hún hafa valið ranga leið. Þetta getur meira að segja komið aftan að henni þó hún telji sig alls ekki hafa tengst fósturvísinum. Það getur til dæmis gerst þannig að kona sem hefur farið í fóstureyðingu horfi með öðrum augum á öll börn sem eru á sama aldri og "barnið hennar hefði verið" - þið skiljið vonandi hvað ég er að fara.
Það er meðal annars þess vegna sem ég held að ég hefði aldrei getað farið í fóstureyðingu ef ég hefði einhvern tímann þurft að standa frammi fyrir slíkri ákvörðun. En þarna er ég auðvitað að tala eingöngu fyrir sjálfa mig og aðeins í aðstæðum svipuðum þeim sem aulinn lýsti. Annað mál væri hugsanlega uppi á teningnum ef um væri að ræða fóstur sem ætti sér litla (hvað þá enga) lífsvon eftir fæðinguna.

Niðurstaðan er því sú sama: Það er ákvörðun einstaklingsins sem skiptir máli. Enginn annar getur tekið ákvörðunina. Það eina sem þarf að muna er það, að hver sem ákvörðunin verður, þá þarf hún að vera þannig að viðkomandi geti staðið við þessa ákvörðun í gegnum súrt og sætt, næstu 60-80 árin eða svo...

1/11/04 21:02

Hexia de Trix

Gleymdi einu:

Ég á dætur sem gæti verið í þessum sporum eftir tæp 10 ár. Það sem ég sagði að ofan er nákvæmlega það sem ég myndi segja við þær. Að því viðbættu að ég myndi standa með þeim hver sem niðurstaðan yrði, þó það myndi þýða að ég yrði amma fyrir aldur fram.

1/11/04 21:02

Dexxa

Ég verð nú bara að segja það, að mér finnst fóstureyðingar einungis neiðarúrræði og ætti að forðast að nota með öllu móti. T.d., eins og þú sagðir, að ef að 12-14 ára stelpa verði ólétt þá finnst mér það í lagi.
Ég hef lent í því sjokki að halda að ég sé ólétt.. og hafði þá ekki hugmynd hvort mér finndist ég geta réttlætt fóstureyðingu..
Ég er ekki barnamanneskja og það að verða ólétt er martröð fyrir mér. Veit samt ekki hvort ég gæti farið í fóstureyðing, enda ætla ég mér ekki að þurfa að komast að því.
Ef kærastinn þinn myndi yfirgefa þig og barnið er hann ekki þess virði að hafa..
Innst inni veistu hvað þú villt, vandamálið er bara að komast að því... hvað sem þú ákveður, þá erum við hér þér til stuðnings..

1/11/04 21:02

Litli Múi

Maður verður að vera bæði líkamlega og andlega þroskaður til að eignast barn annars er það barnið sem fær að kenna á því með vanrækslu og afskiptaleysi, svo áður en þú ákveður svona nokkuð hugsaðu þá um þetta.

1/11/04 21:02

Nermal

Ef þú ert ólétt og áhveður að eignast barnið og strákurinn yfirgefur þig, þá er hann ekki merkilegur pappír. En það er þú og bara þú sem getur áhveðið hvort fóstureyðing verður frammhvæmd.

1/11/04 21:02

Aulinn

Ég hugsa að ég sé alltof mikill gaur til þess að eignast barn.

1/11/04 21:02

Hakuchi

Glúmur og Hexía tala af visku. Ég vil líka bæta við möguleikanum á ættleiðingu. Það er kannski sárt að þurfa að horfa á eftir barninu en þó ætti það ekki að naga eins illilega og fóstureyðing getur gert.

Síðan skaltu fjárfesta í skírlífsbelti. Það er besta lausnin að ég held. Þú getur verið í því fram yfir útskrift úr framhaldsskóla. Það kemur algerlega í veg fyrir að þú þurfir að upplifa svona sjokk, um mögulega þungun. Unglingur sem er rétt að byrja að feta sig áfram í heimi fullorðna á ekki að þurfa að lifa við slíka gusu af hörðum raunveruleika sem þungun er.

1/11/04 22:00

Grýta

Elsku Aula!
Þú ert ekki orðin sjálfráða.
Þetta er ekki þín ákvörðun.
Það er hlutverk og ábyrgð foreldra þinna og foreldra kærasta þíns að ákveða hvort þú gangir með og elur barnið. (Vonadi verður þeirra skoðun í sátt og samlyndi við þig og barnsföður þinn)
Mitt ráð er; Ekki reyna að taka þessa ákvörðun sjálf.
Hvort sem þú ferð í fóstureyðingu eða ekki.
Foreldrar eru almennt traustir og víðsýnir.
Láttu þau um að bera ábyrgð á þér.

Eitt vil ég að lokum að þú hugsir aðeins um útskýringu á gamla máltækinu;
"Börn barna eru gæfubörn."
Afhverju heldur þú?
Mín skýring er sú, vegna þess að þau ólust upp hjá afa sínum og ömmu.

1/11/04 22:00

Grýta

Smá viðbót.
Ekki taka þetta illa upp elsku auli.
Ræddu við foreldar þína, kærastann og hans foreldra.
Vertu viss, þau bera ábyrgðina og taka þá ákvörðin sem er þér og þeim fyrir bestu.
Ungabörn eru yndisleg og eftir sem þau eldast, elskar maður þau meir og meir.
Ástin vex með aldri barna sinna.

1/11/04 22:01

Nafni

12 vikur eru af langur tími að mínu mati. 6 væri nærri lagi.

1/11/04 22:01

feministi

Miðað við þær upplýsingar sem þú gefur okkur hér, ráðlegg ég þér að fara í fóstureyðingu. Ef það vex þér i augum ættir þú að ræða það við foreldra þína, vini og félagsráðgjafa. Þú ein getur tekið þessa ákvörðun og þó þú þiggir ráð og rök með og á móti frá öðrum skalt þú ekki láta taka þessa ákvöruðn fyrir þig. Stattu með sjálfri þér.

1/11/04 22:01

Texi Everto

Já EF þú ert ófrísk, þá skaltu vanda þig við þessa ákvörðun.

Ef þú ert EKKI ófrísk þá skaltu ekki fara í fóstureyðingu.

1/11/04 22:01

kolfinnur Kvaran

Ekki setja upp leiksýningu ef aðalleikarann vantar. Ég held þú ættir að bíða með allar svona pælingar þangað til að þú veist fyrir víst hvort þú sért ólétt eða ekki.

1/11/04 22:01

Rósin

Það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu er að kynna sér málið rosalega vel. Jafnvel þó það komi á daginn að þú sért bara sein, er það kannski ekki svo vitlaust að þú lesir þér til um hvernig svona aðgerðir fara fram. Þekking er máttur eins og einhver sagði.

1/11/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Ég er algerlega sammála Glúmi og Hexíu. Ég held reyndar ad Hexía myndi bera ommutitilinn med miklum sóma, enda virdingarstada innan fjolskyldunnar. Sama med Glúm, hann yrdi ágaetis amma ad mínu mati.

Spurningin er sú hvar ábyrgdin liggur. Vissulega hefur Grýta nokkud til síns máls; thú ert ekki ordin sjálráda. Ábyrgdin er í raun ekki thín. Svona hluti verdur ad huxa um fyrirfram; ekki eftir á. Svo má deila um hvar sú huxun á ad liggja. Eiga strákar ad setja oryggid á rjómariffilinn á sér, eda eiga stelpurnar ad stífla stóra gatid? Ég held baedi. Thad er bara betra og oruggara ad nota tvofalda vorn. Thess má líka geta ad bezta vornin er skírlífi. Ég segi thví: Ekki stunda kynlíf ad neinu leiti, nema vera tilbúin(n) ad huxa um barn.

Gódar stundir.

1/11/04 23:02

Bölverkur

Hver myndi barna þig?

1/11/04 23:02

Tigra

Ég er sammála bæði Hexiu og Glúmi, en ég vil þó benda á eitt.
Fóstureyðing er ekki eins léttvæg aðgerð eins og oft hefur verið gefið til kynna, og hefur hún endað með þeim afleiðingum að stúlka sem hefur gengist í gegnum slíka aðgerð, getur hreint ekki eignast börn eftir hana.

Þessvegna er einfaldast að vera mjög varkár þegar viðkemur kynlífi... og reyna helst að verða ekkert ófrískur.

Ég er líka sammála Hexiu með að ég gæti sennilega ekki farið í fóstureyðingu.
Þó svo að ég væri ekki að "myrða" því að þetta væri ekki orðið neitt líf... þá myndi ég alltaf hugsa um hvað hefði getað orðið og ég gæti ekki hugsað mér að eyða einhverju sem seinna yrði barnið mitt.
Ég er ekki á móti því að aðrar konur fari í þessa aðgerð, en eins og fyrr sagði, þá er samt sem áður viss áhætta í því.
Ég myndi ekki vilja eiga það á hættu að verða ófrjó út af því að ég var óvarkár í kynlífi sem unglingur.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.