— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/04
Gestapó að fyllast?

Tilvera Gestapó að leka út?

Hvað er að gerast? Allt fullt af nýjum andlitum og óskrifandi verum. Sjálf er ég ný en hvað er að gerast?! Mér lýst ekkert á þetta kæru Gestapóar. Einhver er að segja frá Gestapó og mig grunar nokkra einstaklinga.

[Fer undir borð með kúst og horfir grunsemdar augum á alla]

Ég skýt alla sem koma nálægt!

[Beinir kústinum að viðstöddum]

   (54 af 56)  
31/10/04 01:01

Furðuvera

Neinei, engar áhyggjur, þetta lið missir oftast áhugann eftir viku eða tvær.

31/10/04 01:01

Kargur

Ég hélt að þú værir forsprakkinn, Aulinn minn.

31/10/04 01:01

Ívar Sívertsen

Söguleg yfirlit Skabba Skrumara (Saga Sannleikans I, II og III) um tilurð, framkvæmd og tilveru Baggalúts og þar með talið Gestapó gaf góða mynd af því hvernig lífið hefur gengið hér. Það sem minna fór fyrir í umfjöllun Skabba er sú staðreynd, sem ástæðulaust er að halda á lofti, að nýliðun á Gestapó er talsverð og einungis lítill hluti þeirra sem skrá sig inn verða virkir fyrir alvöru. Ef heimavarnarliðslistinn er skoðaður þá má sjá mikið af einstaklingum sem skráð hafa sig inn, leikið lausum hala í stuttan tíma en ekki fundið sig hér og yfirgefið okkur. Fjöldi virkustu notenda á Gestapó gæti ég trúað að væru í kringum 40 - 50 en á Heimavarnarliðslistanum er að finna 524 einstaklinga sem eru með mynd (þegar þetta er skrifað). Þeir einstaklingar sem eru án mynda eru skrifað hafa 2 innlegg eða færri eru 1120 sem síðan bætast við þeir örfáau sem ekki eru með mynd en hafa skrifað meira en 2 innlegg. Þar með talinn er öðlingurinn hann Smábaggi sem ritað hefur 5723 innlegg. Með þessu mjá sjá að nýskráningar á Gestapó losa tæplega 1.700 þó svo að virkustu einstaklingarnir séu sem áður segir ekki nema 40 - 50. Brottfall er því mikið og því ástæðulaust að halda því fram að Gestapó sé að fyllast. Svo er þetta örugglega Glúmur að hrekkja okkur eins og venjulega.

31/10/04 01:01

Nornin

Glúmur er nefnilega 79,86% af öllum Gestapóum, þar á meðal ég.

31/10/04 01:01

Ívar Sívertsen

En ekki ég nema á þriðjudögum

31/10/04 01:01

Nafni

Eru þið búin að lesa nýjasta Sirkus?

31/10/04 01:01

hlewagastiR

Ert þú nýr hérna?

31/10/04 02:00

Sundlaugur Vatne

Aulinn spyr: Er Gestapó að fyllast?
Svarið er: Já, það fylltist með þér, aulinn þinn!
//hlær óstjórnlega að eigin fyndni//

31/10/04 02:00

Nermal

Er plássleysi að hrjá Gestapó? er ekki jáhvætt að fá nýtt fólk með nýjar hugmyndir?

31/10/04 02:01

Ívar Sívertsen

Eða Glúm með nýja karaktera...

31/10/04 02:01

Hexia de Trix

[Horfir áhyggjuaugum á mannaætupottinn sinn] Ég gæti þurft að fá mér annan kakópott ef áhyggjur aulans verða að veruleika. Annars er það nokkuð rétt þetta með nýliðunina, flestir detta fljótlega út aftur. Svo eru líka gamlir og að-því-er-virtist týndir Gestapóar að snúa aftur úr útlegð eða afvötnun. Það má ekki rugla þeim saman við nýliðana.

31/10/04 02:01

hundinginn

Hvar eru sokkarnir mínir?

31/10/04 02:01

Skabbi skrumari

Það eru ekkert fleiri að byrja núna en þegar þú byrjaðir Aulinn...

31/10/04 02:01

Skabbi skrumari

Kannaði aðeins málið, síðustu vikur þá hafa í mesta lagi byrjað tveir á hverjum degi... það þarf að fara aftur í 18 águst og 6 ágúst til að finna daga þar sem þrír byrjuðu sama dag... og hvað sér maður... Aulinn var einn af þeim sem byrjuðu 6 ágúst... hehe...

31/10/04 02:01

Skabbi skrumari

Það er náttúrulega villa í þessu hjá mér, því ég tek einungis inn í dæmið þá sem eru komnir með mynd og yfir tvö innlegg...

31/10/04 02:02

Ormlaug

Innlegg eru bara eitthvað fyrir ungar konur segi ég. Varðandi nýliðana þá segi ég því fleiri því betra því án nýliðanna þá yrði enginn rótgróinn er það?

31/10/04 02:02

Hakuchi

Nei, hvað er í þessu Sirkus blaði Nafni minn?

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.