— GESTAPÓ —
Seinheppinn
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 4/12/06
Fallið

Er mitt spjót
upp í mót
því klofar mig nú kona ei ljót.
Hamslaus losti,
hömumst bæði.
Kynlífsþorsti,
klæmumst, æði!
(Oftast, þá með þessum fleini,
þetta stunda einn í leyni)
En nú ei dónadraumur er
daman ber
víst er hér.
Kallar hún svo klökk á drottinn:
„Kæri drottinn!“
Biður þess að þrútni spottinn.
Hömlur allt í einu losna,
Angist! Finn ég spottann trosna.
Og ei hún hvetur dreng til dáða:
„Djöfull, ég var við að fá'ða!
Komdu þér og þínum út,
auma litla og ljóta stút!“

   (2 af 9)  
4/12/06 07:00

Grágrímur

Mæli með viagra og smá amfetamíni næst...

4/12/06 07:00

Bölverkur

Ég mæli með þessu skáldi sem bregður skemmtilegu ljódsi á lífsleiknina. HÚRRA.

4/12/06 07:01

krossgata

Þetta er ekki leiðinlegt, nema síður sé. Gengur vonandi betur næst.

Aftur minnist ég samt Fjallgöngu Tómasar.

4/12/06 07:01

Jóakim Aðalönd

Snilld! Hverjum er svo ekki sama hvort konan fær eitthvað út úr þessu...

4/12/06 03:01

Víneik úr Vesturbænum

Jahérna. Hér þykir mér Seinheppinn vega að einhverju skásta kvæði Tómasar - sem ég man þó ekki lengur hvað heitir. Ég kunni það þó utanbókar hér í "denn", enda var hver sá flengdur sem ekki lærði Ljóðapjötluna sína utanbókar hjá honum Lárusi.
Ó seisei Stína já.

Ég vil þó bara segja að ef þetta hefði verið flutt á Barnalandi væri löngu búið að loka á seinheppið fés Seinheppins og honum úthýst þaðan að eilífu. Það er þó að því gefnu að kerlingarnar þar vissu hver Tómas var - sem er ekki víst.

4/12/06 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Seinheppinn ertu með sanni,
Seinheppinn, vinur minn.

Myljandi gott kvæði, einsog sagt er. Annars er síogæ verið að senda mér tölvupóst um e-s konar Enlargement, How-to-LoveHerLongTime, allskyns pillur & sitthvað fleira. Allt er það nú gott & blessað – en ef þú skyldir vilja, skal ég endilega nefna þig á nafn & sagt frá þínu tilfelli, næst þegar þeir senda tilboð.

5/12/06 04:01

Mikki mús

Föstudagsmúgæsing

Skál meistarar Baggalúts, Gestapóar nær og fjær.

Seinheppinn:
  • Fæðing hér: 12/6/05 12:34
  • Síðast á ferli: 20/1/15 20:30
  • Innlegg: 14