— GESTAPÓ —
Svikari
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 6/12/04
Risastóri, fallegi kassinn minn.

Förum varlega...

Þegar ég var hér rétt áðan að leita að skrám hér í því sem ég kalla risastóran kassa með dóti inni í, en þið kallið tölvu, rakst ég á litla snúru sem virtist eilítið einmana. Hún var bara þarna hangandi, ein, enginn skipti sér af henni.

Þar sem ég er náttúrulega svo góðhjartaður ungur svikari tók ég þennan litla kjúkling að mér, gaf snúrunni faðmlag.

Reynist bannsett kvikindið þá ekki svikari svikara, því hún sveik sjálfan Svikara. Hún gaf mér rafstraum, sem skaust út um allan líkamann.

Það var stuð.

Reittist ég þá þó nokkuð til reiði, og veittist að snúrunni sem sneri þá vörn í sókn og flækti sér um baugfingur minn og herti að. Ég klikkaðist alveg, var bæði ofsareiður yfir því að hafa látið litla snúru snúa á mig, en einnig var ég skíthræddur um að hún myndi ljúka verkinu og kála mér hreinlega.

Teygði ég mig þá í næstu klippur og klippti þessa litlu snúru í sundur, með miklu neistaflugi. Hélt ég þá að allt væri í lagi og ég hefði borið sigur úr býtum. En mér skjátlaðist.

Reyndist þessi snúra alls ekki hafa verið það einmana eftir allt saman, því brátt var ég umkringdur snúrum af öllum stærðum og gerðum sem vildu myrða mig fyrir morðið á snúrunni. Ég vissi að ég hefði átt að hlusta á móður mína og láta það vera að stríða minnimáttar.

Ég hörfaði, enda ekki viðbúinn slíkri árás. Var ég reyndar farinn að óttast alvarlega um líf mitt á þessum tímapunkti. En þá gerðist nokkuð sem ég mun seint gleyma.

Flæktu snúrurnar sig saman í æsingnum yfir því að reyna að komast að mér og kom nú allt í einu röð af sprengingum. Ég hváði.

Þarna fyrir framan mig var þessi líka fyrrum fallegi kassi með dóti inni í, algjörlega í rústi. Þessi fyrrum vinur minn í amstri hversdagsins hafði gert uppreisn. Sem betur fer fyrir mig þó, hafði hann dáið hetjudauða.

Hef ég hér fundið mér nýjan risastóran kassa með dóti inni í og segi ykkur frá þessari reynslu minni.

Munið:

Aldrei skal fara of varlega þegar maður nálgast ókunnar persónur og reynir að vingast við þær.

Þær bíta margar hverjar.

   (2 af 2)  
6/12/04 07:00

hundinginn

Fer í ólina og háttar sig...

6/12/04 07:01

Texi Everto

Í síðasta sinn Svikari: Pillur eru ekki Smarties!

6/12/04 07:01

Sæmi Fróði

Varasamir þessir dótakassar [fyllist hræðslu]

6/12/04 07:01

B. Ewing

Bendi á stórhættulega flata símasnúru sem oft er sett við svona kassa og sagt að hún veti aðgang að svokölluðu Alneti...
- Klipptu á hana strax!!

6/12/04 01:01

Limbri

Framför. Þú kemur til. Verður góður innan mánaðar. (Eða venst, annaðhvort er nánast öruggt.)

-

Svikari:
  • Fæðing hér: 23/5/05 13:08
  • Síðast á ferli: 9/4/07 05:02
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ég mun vera eitt stórt samsæri. Æ, æ.
Fræðasvið:
Ég er sérhæfður í þeirri eldgömlu þjóðaríþrótt að dansa upp á borði.
Æviágrip:
Ég fæddist í gripahúsi og hef síðan verið talinn næsti Messías. Nema ég neita þeirri köllun minni og stunda búðarhnupl á Flateyri. Æ, æ.