— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiđursgestur.
Saga - 9/12/06
Ögmundur í Hjaltamýrinni

Saga Ögmunds í Hjaltamýrinni

Einu sinni var mađur. Mađur ţessi var gráhćrđur mjög og hamingjusamur, enda bjó ţessi mađur í yndislegu hverfi. Mađur ţessi hét Ögmundur og hann átti heima í Hjaltamýrinni. Ögmundur var mjög stoltur af ţví ađ eiga heima í ţessu unađslega hverfi og á förnum vegi kynnti hann sig ávallt sem Ögmund í Hjaltamýrinni. Hann sagđi fólki sögur af risastóra bílskúrnum sínum, fallega trénu sem stóđ fyrir utan húsiđ og af Jónasi nágranna, hans besta vin sem hann hitti oft á planinu fyrir utan. Ó, allar ţćr unađstundir sem ţeir höfđu átt saman, ţeir höfđu talađ óheflađ um skrúfjárn, grillkjöt og bilađar slátturvélar. Ögmundur myndi aldrei gleyma ţessum stundum.
Einn góđan veđurdag fer Ögmundur útúr húsi sínu og fer í vinnuna eins og svo oft áđur. Ţetta var bara venjulegur dagur, venjulegur dagur hamingjusams, gráhćrđs endurskođanda. Ögmundur fór í vinnuna og leysti mörg skemmtileg viđfangsefni af hólmi, hann enduskođađi mörg skjöl. Um fimmleytiđ var Ögmundur svo búinn í vinnunni og hann stefndi heim á leiđ. En áđur en hann fór heim ćtlađi hann ađ koma viđ í Nóatúni og kaupa kjöt.
„Góđan daginn, Ögmundur heiti ég og á heima í Hjaltamýrinni, ég ćtla ađ fá eitt nautafille" sagđi Ögmundur kokhraustur viđ starfsmanninn í kjötborđinu.
„Hćttu ţessari vitleysu," sagđi ţunni bólugrafni unglingurinn í kjötborđinu „ţađ vita ţađ allir ađ Hjaltamýrin er ekki til!"
Ögmundur var algerlega sleginn út af laginu: „Hvernig dirfistu...!" Aldrei hafđi neinn sagt neitt svo ljótt um hans ástkćru Hjaltamýri „Hún er bara víst til!"
„Neibb," sagđi unglingurinn og horfđi nú á Ögmund eins og hann vćri simpansi í trúđsbúning, „kíktu bara í símaskrána."
Ögmundur var nú byrjađur ađ svitna, hann sá hve alvarlegur bólugrafni unglingurinn var. Hann beiđ ekki bođanna heldur hljóp beint útí nćsta útibú Símans og fékk símaskrá. Ţessa símaskrá skođađi Ögmundur í fimm tíma samfleitt. Ađ lokum varđ honum ljóst ađ unglingurinn hafđi sagt satt. Hjaltamýrin var ekki til! Ögmundur fékk móđursýkiskast, byrjađi nú ađ reyta grátt hár sitt og varđ fyrir vikiđ sköllóttur.
Hvernig átti Ögmundur nú ađ komast heim?
Hvernig átti hann ađ vita hvar Hjaltamýrin var ef hún var ekki til?
Eftir ţetta varđ lífiđ aldrei samt hjá Ögmundi, hann komst aldrei aftur heim í Hjaltamýrina, hann sá aldrei aftur fallega tréđ fyrir framan húsiđ sitt, hann gat aldrei aftur keyrt inní í stóra bílskúrinn og aldrei aftur talađ viđ Jónas nágranna um skrúfjárn, grillkjöt og bilađar slátturvélar.
Ögmundur býr nú á Hlemmi.

   (15 af 49)  
9/12/06 14:02

krossgata

Unglingar!

9/12/06 14:02

Billi bilađi

Djö, og missti af nautafillunni. Ţetta hefđi betur gerst á kjötfarsdegi.

9/12/06 14:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mćli hiklaust međ svo ágćtri sögu sem ţessari.

9/12/06 15:00

Regína

Ţađ sem hćgt er ađ ljúga ađ fólki, og ţađ trúir ţví...
Skemmtileg saga.

9/12/06 15:01

Anna Panna

Ögmundur ţarf ađ komast til sálfrćđings.

Fín saga annars!

9/12/06 16:02

Isak Dinesen

Gaman ađ ţessari.

9/12/06 17:02

Jóakim Ađalönd

Jamm, ţessi er bara assgoti góđ hjá ţér Donni. Seiseijá...

Don De Vito:
  • Fćđing hér: 22/5/05 20:04
  • Síđast á ferli: 9/1/20 16:06
  • Innlegg: 3591
Eđli:
Frábćr snillingur í alla stađi, sumir kalla ţađ mikilmennskubrjálćđi en ţađ er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ćttađur frá Eliptoney (áđur Sikiley).
Frćđasviđ:
Meistaragráđa í lögfrćđi, hernađar- og stríđsfrćđum.
Ćviágrip:
Fćddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagđa glćpastarfsemi, er talinn hafa tekiđ viđ af honum glćpaveldiđ en ţađ hefur alldrei veriđ sannađ. Lćrđi lögfrćđi, hernađar- og stríđsfrćđi í Harvard. Fluttist til Baggalútíu áriđ 2005 og gerđist Baggalútískur ríkisborgari. Er međ mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipađur Stríđsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir ađ hafa veriđ titlađur stríđsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagđi hann innrásina á Ítalíu og var einnig mađurinn á bakviđ hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona ađ gamni sínu. Efnađist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur ţađ núna mjög gott.