— GESTAPÓ —
Don De Vito
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
Hlutleysi

Ég þjáist þessa stundina af miklu andleysislegu afstöðuleysi, óhlutdrægni, ritstíflu og ófrumlegheitum.

Ég hef ekki neitt að segja eða hugsa um, ekkert til að röfla um, ekkert til að skrifa um, ekkert til að ræða um.

Ég get voðalega lítið baktalað fólk og tjáð öðrum skoðanir mínar á því vegna þeirrar einföldu ástæðu að ég hef ekkert álit á neinum. Ég er bara búinn að sjá ágætar myndir undanfarið, enga framúrskarandi góða og enga yfirgengilega slappa. Ný tónlist sem ég hef verið að heyra er þokkaleg, bara fín. Allir vita hvernig stjórnmálin eru, ekki nenni ég að hafa skoðun á þeim. Ég horfi ekki á sjónvarp, ég get ekki haft skoðun á sjónvarpsdagskránni. Ég sá samt fréttirnar áðan en ég var ekki að horfa, ég var ekki að fylgjast með, hef ekki skoðun. Úti er logn, ég hef enga skoðun á logni. Ég veit ekki lengur hver er nýliði á Gestapó og hver ekki, þessvegna hef ég ekkert álit á nýliðum.

Ég man ekki eftir neinu sérstöku sem gerðist í dag, ég veit ekkert hvað ég ætla að gera á morgun. Ég hef engan glatt í dag, ég hef engan sært.

Ég er ekki skemmtilegur, ég er ekki leiðinlegur.
Ég er ekki glaður, ég er ekki sorgmæddur.
Ég er ekki æstur, ég er ekki afslappaður.
Ég er ekki þreyttur, ég er ekki velvakandi.
Ég er ekki sáttur, ég er ekki pirraður.
Ég er ekki heilbrigður, ég er ekki sjúkur.

Ég bara er ... eða ekki.

Mun ég muna þennan dag á morgun?
- Ég veit það ekki, ég hef enga skoðun, ég er hlutlaus.

   (17 af 49)  
3/12/06 09:02

Offari

Þetta eru helstu einkenni Framsóknarmanna. Svo líklega ertu a verða að Framsóknarmanni, vertu bara velkominn í hópinn. Við munun taka vel á móti báðum nýliðunum ár.

3/12/06 09:02

dordingull

Þú er á Prozac eða sambærilegum óþverra.
Flatur og hlutlaus. Bannaði óþverrinn er sennilega meinlausari og veitir allavega gleði smá stund. Spurðu bara dr. Vímus.

3/12/06 09:02

krossgata

Óskaplega hljómar þetta sem leiðinlegt ástand. Þú verður að ræna sálfræðingi til að fást við þetta með þér.
Prozac gerir mann ekkert flatan eða hlutlausan, það einmitt hjálpar manni upp.
[Bryður fjórfaldan skammt af Prozac]

3/12/06 10:00

Vímus

Settu í rétta gírinn og sólarhringurinn mun fljúga áfram. Mig grunar að dordingull hafi rétt fyrir sér og þú sért að taka inn það sem ranglega er kallað gleðipillur. Þær virka oft þannig að étendurnir sitja bara tómir og stara á vegginn. Sköpunargleði og athafnasemi hverfur og síðast en ekki síst kynhvötin.
Á alvarlega geðveika virka þær oft ágætlega.
S.b. Krossu.
Nei vinur minn, lyftiduftið er lausnin + allskonar lyfjakoktelar rétt raðað saman.
og lífið verður dans á dópi.

3/12/06 10:01

Hakuchi

Þú ert bara að verða fullorðinn Vító minn. Velkominn í hjörð meðalmennskunnar. Við áttum von á þér.

[Býður upp á meðalgóðar veitingar]

3/12/06 11:01

Mjási

Þetta er rétt hjá Offa.
Í þínum sporum myndi ég farga mér strax.
Ekki bíða eftir inngöngu í Framsókn
og farga mér svo.
Við sumum kvillum duga engin lif.

3/12/06 11:01

Hvæsi

<Læðist aftanað Dúdda og brókar hann>

Æji grágurinn, á ég að kæta þig ?
Hérna tosaðu í puttann á mér.

3/12/06 11:01

Prins Arutha

Ég er ekki alveg búinn að lesa þetta og þessvegna hef ég enga skoðun á þessu.

3/12/06 13:01

Texi Everto

Ég er kominn með skoðun á þessu en hún breytist örugglega fljótlega.

3/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Við ritun þessa félagsrits hefur augljóslega verið gætt fyllsta hlutleysis. Sem er gott.

3/12/06 22:01

Gvendur Skrítni

Ég mæli með finna góða bók og geyma hana á klósettinu. Farðu svo í appolló og kauptu kíló af lakkrís, éttu hann á mettíma og skolaðu honum niður með fjölmörgum bollum af rótsterku kaffi. Þetta ætti að rífa þig upp, mundu svo að fá þér eitt skot af Omega3, þrisvar á dag.

Don De Vito:
  • Fæðing hér: 22/5/05 20:04
  • Síðast á ferli: 27/1/21 08:23
  • Innlegg: 3591
Eðli:
Frábær snillingur í alla staði, sumir kalla það mikilmennskubrjálæði en það er vitleysa. Miskunnarlaus og snjall herforingi. Sá besti í sínu fagi. Ættaður frá Eliptoney (áður Sikiley).
Fræðasvið:
Meistaragráða í lögfræði, hernaðar- og stríðsfræðum.
Æviágrip:
Fæddur í Bandaríkjunum, sonur sikileyska mafíuforingjans Don Michael De Vito sem var handtekinn 2003 fyrir skipulagða glæpastarfsemi, er talinn hafa tekið við af honum glæpaveldið en það hefur alldrei verið sannað. Lærði lögfræði, hernaðar- og stríðsfræði í Harvard. Fluttist til Baggalútíu árið 2005 og gerðist Baggalútískur ríkisborgari. Er með mörg vafasöm sambönd úti um allan heim. Var skipaður Stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins af Hakuchi.Fljótlega eftir að hafa verið titlaður stríðsmangari Baggalútíska heimsveldisins skipulagði hann innrásina á Ítalíu og var einnig maðurinn á bakvið hernám Frakklands, sendi einnig Nafna og hans her á Sviss svona að gamni sínu. Efnaðist mjög eftir hernám Ítalíu og Frakklands og hefur það núna mjög gott.