— GESTAPÓ —
Grýta
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/18
Vímus

6. desember 2018

Blessuð sé minning þín, kæri Vímus.
Ég vildi óska að ég kynni að yrkja ljóð þér til heiðurs. Þú reyndir þó að kenna mér, en ég var slakur nemandi.
Þú varst snillingur orðanna, samt svo hógvær um eigin snilld.
Þú og dordingull voru mínir fyrstu Póavinir, þar sem þið tókuð mér, nýliðanum opnum örmum á hrikalega óvæginn, skringilegan og skemmtilegan hátt.
Orð ykkar voru svo smellin, fyndin og snjöll að ég hef endst hér síðan og beðið eftir að heyra frá ykkur aftur.
Nú er vonin úti kæri Vímus, en kannski poppar dordingull upp, einhvern daginn.
Hvíl í friði Vímus vinur.

   (2 af 7)  
2/11/17 07:00

Galdrameistarinn

Frétti af þessu í gær og fann til djúprar sorgar.
Votta okkur öllum samúð.

2/11/17 07:00

Regína

Blessuð sé minning manns sem átti erfitt með að trúa að eitthvað væri í hann spunnið, sem svo sannarlega var.

2/11/17 07:01

Billi bilaði

Var verið að sjanghæja hann á hinn hinsta sjó?
Saknaðarkveðjur.

2/11/17 07:01

Vladimir Fuckov

Með allra minnisstæðustu karakterum sem heiðrað hafa Gestapóið með nærveru sinni. Manni brá nokkuð við að sjá þessi tíðindi í gær. Blessuð sé minning hans.

2/11/17 08:01

Grágrímur

Blessuð sé minning þín félagi. Þú varst einn af þeim póum sem stóðu uppúr þegar ég byrjaði hér. Góða ferð, hvert sem henni er heitið.

Grýta:
  • Fæðing hér: 17/5/05 22:21
  • Síðast á ferli: 13/6/23 22:25
  • Innlegg: 12526