— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Saga - 2/12/05
Klípa í námunni 3

Framhaldssaga Sæma kafli þrjú, sagan hingað til:<br /> <br /> Var í námu, þungur angan, "gull" á veggjum og dauðlegar verur á flakki. Neðar var farið í námuna þegar skyndilegur vindtrekkur blés á grútarljósið. Rak höfuðið í og hrasaði, þvergöng blöstu við, vatnshljóð, skyldi þetta vera gull-laugin? Er óværa á sveimi? Fór inn í göngin þegar ég heyrði hávært bank. Vonin um að tröllskessa myndi svívirða mig hafði kviknað.

Bankhljóðið nálgaðist. Þar sem ég stóð í þvergöngunum hálf-vankaður eftir höfuðhöggið var ekki laust við að fiðringur kæmi um gamlan líkaman, tröllskessur höfðu alltaf vakið vissa líkamsparta upp af værum dvala.

Ég hafði þó komist að þeirri niðurstöðu að líklegast myndi eitthvað henda mig sem ég óttaðist, miðað við sögur sem farið hafa um þessa óværu. Því var ólíklegt að eitthvað myndi gerast sem ég vonaðist eftir, nema ég myndi hræðast það. Að hræðast eitthvað og vonast eftir því um leið er frekar erfitt, allavega fyrir þennan gamla karl.

Bankið varð að fótataki, eins og eitthvað væri að valhoppa, skyndilega sá ég eitthvað í fjarska, skelfing greip um sig, þarna þokaðist hún nær, freknótt, lítil, með frekjuskarð og ógnandi. Skræk röddin heyrðist glymja um göngin: Ég er að safna fyrir tombólu, viltu styrkja gott málefni, kauptu köku af mér, áttu dósir, ég er að selja merki.

Ég hljóp grenjandi út úr göngunum og sór þess eið að fara aldrei inn aftur, sama hversu mikið gull væri þar.

Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, út er ævintýri.

   (10 af 42)  
2/12/05 06:01

Offari

Tröllskessur vekja líka hjá mér dauða líkamsparta. Takk.

2/12/05 06:01

Lærði-Geöff

Mikil skelfing grípur mann við að lesa þessi ósköp. Mikið er gott að þú komst heill frá.

2/12/05 06:02

Heiðglyrnir

Frábært minn kæri Sæmi [ertu ekki sæma-legur]

2/12/05 07:01

Sæmi Fróði

Betri sögumenn en ég hefðu ekki eytt þremur félagsritum í þessa sögu og að auki skilað henni frá sér á betri máta. Ég mun vanda mig betur næst en þakka þeim sem hlýddu.

2/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Takk fyrir thetta.

2/12/05 08:01

Litli Múi

Góður!

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).