— GESTAPÓ —
Sćmi Fróđi
Fastagestur.
Saga - 1/12/05
Klípa í námunni 2

Framhaldssaga Sćma kafli tvö. Í síđustu viku vorum viđ stödd í námu, ţungur angan, "gull" á veggjum og dauđlegar verur á flakki. Neđar var fariđ í námuna ţegar skyndilegur vindtrekkur blés á grútarljósiđ.

Ég var á gangi hálfboginn og sá lítiđ til viđ ţá litlu grútartíru sem grútarlampinn bauđ upp á og rak ţví höfuđiđ í og hrasađi. Grútarljósiđ hélt sem betur fer og ég jók flćđi olíunnar ţannig ađ ljósiđ fírđist upp. Ég var staddur viđ munna ganga sem lágu ţvert á námugöngin. Nú voru góđ ráđ dýr, rándýr, svo rándýr ađ jafnvel tófan slóttuga hefđi ekki rođ viđ ţau.

Af einskćrri forvitni og kćruleysi, sem og gríđarlegu ćđruleysi og sinnuleysi, ákvađ ég ađ skella mér í djúpu laugina, enda heyrđi ég vatnshljóđ koma úr göngunum. Skyldi vera gull í ţeim, er ţetta gull-laugin frćga sem minnst var á í fornum annálum Hansakaupmanna?

Gull hefur ávallt veriđ taliđ óvinnandi á ţessum slóđum, sökum óvćru og óheppni sem fylgir ţessum rangölum sem ég fikrađi mig eftir. Óvćran sýndi sig víst í mörgum myndum, allt eftir ţví hver var á ferli. Unglingspiltur nokkur hafđi fariđ ţar inn fyrir nokkru og svívirtur af ljótri tröllskessu, kaupmađur nokkur missti pyngju sína í svartan hyl og öldruđ kona hafđi fyrir satt ađ hún hafi gleymt öllum sínum mataruppskriftum eftir ađ hafa lagt leiđ sína ţarna inn (mönnum bar ţó saman um ţađ ađ hún hefđi aldrei getađ sođiđ fisk og kartöflur, hvađ ţá meira).

Ég rölti hokinn inn göngin og skyndilega heyrđi ég hávćrt bank koma innan úr göngunum.

Hvađ gerist nćst, mun Óvćran koma og gera mér lífiđ leitt, er eitthvađ til í ţessum sögusögnum um gull-laugina, er mögulegt ađ tröllskessan vilji svívirđa mig? Fylgstu međ í nćstu viku.

   (12 af 42)  
1/12/05 17:01

Offari

Mögnuđ spenna. Hvađ svo?

1/12/05 17:01

Jóakim Ađalönd

Viđ verđum bara ađ bíđa spennt eftir framhaldinu...

1/12/05 17:02

Grýta

... og svo ?
Bíđ líka spennt.

1/12/05 17:02

Heiđglyrnir

Spennandi er ţađ Sćmi minn fróđi [bíđur líka spenntur]

Sćmi Fróđi:
  • Fćđing hér: 10/5/05 15:07
  • Síđast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eđli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í ţokkabót.
Frćđasviđ:
Saga, Kölskafrćđi, fjölkynngi og svartrúnalist.
Ćviágrip:
Sćmundur fróđi Sigfússon, gođorđsmađur og prestur í Odda, lćrđur mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum viđ nám í Svartaskóla í Ţýskalandi, ţar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft ađ hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).