— GESTAPÓ —
Sćmi Fróđi
Fastagestur.
Saga - 1/12/05
Klípa í námunni 1

Framhaldssaga Sćma

Ég skelli mér ađeins dýpra, ţađ glittir í gull í týrunni frá grútarlampanum, en hugsanlega er glampinn ţó meiri í augum mínum sökum grćđgi. Ekki er allt gull sem glóir sagđi einhver, en ţađ gćti veriđ vitleysa. Nú speglast ljósiđ í ljósbrúnu og gullsmurđu tönnunum og endurkasta logandi ljósinu á veggi námunnar, ég hćtti ađ brosa af tillitssemi viđ lesendur.

Einhver sagđi mér ađ engar dauđlegar verur myndu voga sér niđur í ţessa guđsvoluđu námu, ţó hafđi ég séđ eina litla mús og ţrjá járnsmiđi. Hver segir ađ ţađ séu ekki dauđlegar verur! Já, vitleysan er ekki öll eins.

Rakt og ýldufyllt loftiđ í námunni var hressandi og minnti mig á Ţorrablót sem ég fór á hjá ćttingjum mínum fyrir vestan. Ég fć mér einn sopa af íslensku brennivíni og minningin um dansinn viđ bćjastjórafrúnna vaknar og hjartađ tekur kipp. Sú kunni ađ dansa skottís.

Ég held áfram neđar og dýpra og loginn frá grútarlampanum flöktar viđ skyndilegan gegnum trekk.

Hvađ gerist nćst, fylgist međ í nćstu viku

   (13 af 42)  
1/12/05 12:01

B. Ewing

[Bíđur spenntur eftir framhaldinu]

1/12/05 12:01

Offari

Ertu Tannlćknir? (Gerist spenntur)

1/12/05 12:01

Jóakim Ađalönd

Skemmtilegt ađ fá svona framhaldssögu. Hafđu ţökk fyrir ţađ Sćmi.

1/12/05 12:02

Kondensatorinn

Ţetta lofar góđu. Bíđ međ óţreyju eftir framhaldinu.

1/12/05 13:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Fott haltu áfram

1/12/05 13:01

Skabbi skrumari

Já... hvađ gerist nćst [spennist allur upp]

Sćmi Fróđi:
  • Fćđing hér: 10/5/05 15:07
  • Síđast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eđli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í ţokkabót.
Frćđasviđ:
Saga, Kölskafrćđi, fjölkynngi og svartrúnalist.
Ćviágrip:
Sćmundur fróđi Sigfússon, gođorđsmađur og prestur í Odda, lćrđur mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum viđ nám í Svartaskóla í Ţýskalandi, ţar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft ađ hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).