— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/04
Senn þú verður búin.

17 mars 2056

Það vildi svo til eitt sinn er ég var við námugröft á plánetunni Pingzing 5 í stjörnukerfinu Klúfertus, á nýlendunni Leó-D.V.6, að ég var kominn með mikla miðheilataugasperru sökum of mikilla hugsunartengsla við Lenu7 og átti erfitt með að einbeita mig við kóbaltsvinnsluna.

Nú voru góð ráð dýr, því ég var nú þegar þremur megatonnum á eftir áætlun og allt að fara í vitleysu í vinnslunni. Ég kalla þá á Kölska sem virðist fylgja mér hvert á plánetu sem er. Ég sagði honum að ef hann gæti unnið þrjú megatonn af hreinu kóbalti á innan við klukkutíma þá fengi hann sál mína til afnota næstu 15 árin.

Hafði ég hug á að snúa á hann og vonaði að hann fattaði ekki að þyngdaraflið á plánetunni Pingzing 5 er um 0,01 g minna en á jörðinni. Mér til mikillar skelfingar virtist hann hafa áttað sig á því og tók upp úr rassvasanum járnklump frá Jörðinni sem var nákvæmlega 3 megatonn. Hófst hann handa og miðaðist gröfturinn vel hjá honum, á síðustu mínútunni staldraði hann við og vigtaði klumpinn og var hann nákvæmlega 3 megatonn.

Sá sagði Kölski: "Jæja Sæmi, loksins á ég sál þína og það næstu 15 árin". "Já kæri Kölski, þú átt mína sál næstu 15 árin, en eigum við ekki að fá okkur að borða núna". Ég rétti Kölska súr lumpshrogn og átum við af bestu list. Stuttu síðar leit ég á klukkuna og sagði: "Jæja Kölski minn, mikið líður tíminn, nú eru akkúrat liðin 15 ár síðan ég afhenti þér sál mína", Kölski hafði ekki áttað sig á því að vegna möndulssnúnings á Pingxing 5 þá leið tíminn glettilega mikið hraðar þar en á Jörðinni.

Þá sagði hann við mig fúll "Senn þú verður búinn með öll þín fúlu brögð" og hvarf í reykjarmekki.

Mórall þessarar sögu er að þú skalt alltaf eiga önnur brögð til vara ef eitthvert bragðið bregst.

   (35 af 42)  
9/12/04 21:01

Þarfagreinir

Varstu að spila EVE Online Sæmi minn?

9/12/04 21:01

Vladimir Fuckov

Og hvar er svo allt þetta kóbalt yðar ? [Verður gráðugur á svipinn með dollaraglampa í augunum]

9/12/04 21:01

Litli Múi

hmmm Pingzing 5 hljómar spennandi kíki þangað á næstunni

9/12/04 21:01

Skabbi skrumari

Varstu með tímavél...?

9/12/04 21:01

Vímus

Hvar nærðu í öll þessi lyf?

9/12/04 21:01

Sæmi Fróði

Hvað er þetta með allar þessar spurningar, ég er bara að endurskrifa dagbókina mína, samanber félagsrit númer 7!
O jæja, get svo sem reynt að svara ykkur börnin mín.

Þarfagreinir, nei það held ég ekki, kannast reyndar ekki við þetta EVE Online.
Vladimir, kóbaltið er ennþá óunnið á plánetunni Pingzing.
Litli Múi, mæli ekki með því.
Skabbi, nei, þetta er óorðinn hlutur.
Vímus, lyf, nú ef þú kallar lúpínu-og fjallagrasaseyðið mitt lyf, þá fer ég reglulega til fjalla og næ mér í efnivið í seyðið.

9/12/04 22:00

Nafni

Það er greinilegt á öllu að viðureignir þínar og kölska hafa fleiri verið. Ég vona svo sannarlega að þér takist að rifja þær upp sem flestar og enduskrifir brunna dagbókina.

9/12/07 22:01

Sæmi Fróði

Ég mun reyna það.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).