— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Gagnrýni - 9/12/04
Tölvan mín

Ég gef tölvunni minni einungis tvær stjörnur þar sem tölvan mín er búin að vera biluð í nokkrar vikur, hef lítið getað tengst netinu og þar með baggalutur.is
Tvær störnur fær hún fyrir það hversu mikil nútímastofuprýði hún er og að ég gat spilað kapal í henni mestallan tíman og þótt ótrúlegt megi virðast þá týnist aldrei spaðadrottningin í spilunum sem eru í henni.

Ég þarf að fara að raka mig!

   (39 af 42)  
9/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

oftast er það nú ekki tölvuvélinn sem er léleg heldur vélstjórinn. Vertu velkominn til Baka Sæmundur þín hefur verið sakknað

9/12/04 13:01

voff

Ef tölvur eru tól djöfulsins og Sæmi fróði hefur jafnan yfirhöndina í viðskiptum við djöfulinn, hvernig stendur þá á því að hann lætur ekki djöfulinn laga tölvuna?

9/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Ef þær væru tól djöfulsins, sem ég hygg að sé ekki, þá myndi ég láta Kölksa lagfæra hana með lúalegum bellibrögðum. En Kölski kann ekki á þessa nútímatækni frekar en aðrir djöflar eða yfirnáttúrulegar verur.

Ég nenni ekki að raka mig!

9/12/04 13:01

Hexia de Trix

Nei vertu ekkert að raka þig. Ég veit ekki hvernig viðurnefnið Fróði færi þér skegglausum.

9/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Yrði þá sjálfssagt að kalla mig Sæma fáfróða, nei ég ætla ekki að raka mig!

9/12/04 13:01

Sundlaugur Vatne

Blessaður ekki raka þig, Sæmi. Hver á þá að leika Gluggagægi á litlu-jólunum?

9/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Hvað meinarðu með að leika, ég þekki Gluggagægi persónulega og það þarf enginn að leika hann.

Nei held að það sé alveg öruggt að ég raki mig ekki (veltir því fyrir sér afhverju rakstur virðist vera athyglisverðasta við þetta félagsrit).

9/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Mikið er annars Baggalúturinn orðinn góður, búinn að skrá fullt af þráðum sem anganvísun sem ég var á í vor. Þeir eru flestir frekar gleymdir sýnist mér.

9/12/04 13:01

Vladimir Fuckov

Ef tölva yðar virkaði ávallt óaðfinnanlega kæmust þjer aldrei á Baggalút því eigi væri þá um tölvu að ræða. En eigi hyggjum vjer að yður ætti að vera það ómögulegt að semja við Kölska um að geta lagt hjer inn innlegg með hugsanaflutningi og losna þannig við þann óþarfa millilið er tölva nefnist.

9/12/04 14:01

Sæmi Fróði

Ég þyrfti þá að forrita Kölska, hann er svo lítið inn í nútímatækni.

9/12/04 14:02

dordingull

Á kvað kenndi hann í Svartaskóla, talnagrind eða stjörnutalningu?

9/12/07 22:01

Sæmi Fróði

Hann var aðallega í dropatalningum.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).