— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/12
Obbolítill samanburður

Svona á að næla sér í kúl-stig hjá kjellingunum...

Það ber til um þetta leyti ár hvurt að karlmenn á öllum aldri kaupa sér nýjan hlut. Gjörsamlega ómissandi hlut sem þeir verða að eignast. Þó eiga þeir flestir næstum því eins hlut sem þeir keyptu á sama tíma í fyrra. Sá hlutur gegnir akkúrat sama hlutverki og nýji ómissandi hluturinn. Sumir þeirra eiga meira að segja á annan tug svona hluta. Þeir nota samt bara nýja hlutinn; þeir gömlu eru svo afskaplega gamlir og ómóðins. Samt henda þeir gömlu hlutunum ekki.
Hluturinn sem þessir karlmenn kaupa er nýjasti FIFA-leikurinn. Leikurinn er spilaður í uppáhaldshlut margra karlmanna; PlayStation3. PS3.
Hvurt haust er leikurinn betri, raunverulegri og skemmtilegri. Leikmenn hafa skipt um lið, nýjum hundakúnstnum hefir verði bætt við, nýjir útivallabúningar sjást. Leikurinn er svo miklu betri hvurt ár að menn skilja ekki hvurnig þeir gátu spilað leik síðasta árs.
Kjerlingum þykir þessi fáránlegi viðbúnaður og peningaaustur til einskis vera svo fáránlega vitlaus að það hálfa væri nóg. Fullorðnir karlmenn að eyða á annan tug þúsunda króna í fökking tölvuleik. Og svo eyða þessir apakettir óratíma við að spila þennan asnalega leik. Hvað á þetta að þýða að eyða formúgu fjár í vitleysu? VITLEYSU!
Þessi fökking leikur kostar hálft þrettánda þúsund! Hann er gjörsamlega ónothæfur ári seinna. Þvílík sóun á fé.
Ég vil bara benda kjerlingum á það að þær kaupa skó sem kosta mikið, mikið meira en téður leikur, fara í þá þrisvar og leggja þeim svo. Neita innra með sér að fara í þessa skítaskó sem meiða þær/voru aldrei kúl/duttu úr tízku/passa ekki við neitt sem þær eiga eða hvað það nú er sem kjerlingar huxa.
Huxið um þetta þegar þið fordæmið mennina ykkar fyrir að kaupa FIFA til þess eins að spila þá allt árið við vini sína; tvo, þrjá eða fleiri í einu.
Hvor fjárfestingin er betri?

   (1 af 54)  
31/10/12 05:00

Regína

Að sjálfsögðu eru skór betri fjárfesting!
En það er val hvort þú gengur í skóm sem meiða/eru ekki kúl/passa ekki við neitt sem þú átt (þetta með að detta úr tísku á ekki við) til að eiga peninga til að kaupa ansalegan leik sem verður ekki kúl/dottinn úr tísku eftir ár.

31/10/12 05:01

Mjási

Verst að ég skuli ekki vera forfallið tölvuleijanörd.
Held samt ég kaupi mér nokkra leiki, bara til að vega upp á móti
skókaupasendrúmi konunnar.
Hendi þeim svo bara, eða eða treð þeim inn í skáp í nokkur ár first.

31/10/12 05:02

Billi bilaði

Fer ekki að koma nýr Leisure suit Larry leikur?

31/10/12 05:02

Golíat

Góð spurning Billi. Leisure suit Larry er eini tölvuleikurinn sem ég hef haft gaman af, fyrir utan kannski MineSweeper.

Þegar ég vil vera barn þá spila ég FantasyPremierLeague og keppi við syni mína barnunga. Læt þeim svo eftir að leika sér í FIFA.

31/10/12 06:00

Upprifinn

ég átti football manager í sinclair spectrum það er nóg.

31/10/12 06:01

Huxi

Hvað er FIFA leikur?

31/10/12 06:02

Grágrímur

Það hafa komið nokkrir nýjir Leisure Suit Larry leikir undanfarin ár, verst að þeir eru svo ferlega ílla gerðir og hundleiðinlegir og eiga lítið sem ekkert sammerkt með gömlu Larry leikjunum.
Ég bendi áhugasömum á að skoða síðuna http://www.gog.com ef þeir vilja kynna sér málið betur...

31/10/12 09:01

Garbo

Strákar þurfa að leika sér.

31/10/12 10:00

Galdrameistarinn

[Hugar að skókaupum]

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.