— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 8/12/12
Met

Sum met eru merkilegri en önnur.

Vinnu minnar vegna kem ég á marga bæi í minni heimasveit og nágrannasveitum. Yfirleitt eru þetta nokkurra tíma stopp, stundum heill dagur eða rúmlega það. Viðurgjörningur í mat og dykk er æði misjafn, allt frá engu upp í sannkallaðar veislur.
Sumar húsfreyjur líta á það sem persónulega móðgun ef maður afþakkar velgjörðir, sem stundum þarf að gera ef beðið er eftir manni annars staðar. Annars staðar er manni ekki boðið vott né þurrt þó unnið sé daglangt. Einhvurs staðar þarna mitt á milli er ágætt; það er ansi tafsamt að vinna á sumum bæjum. En ég vil þó ekki svelta. Best þykir mér ef mér er færður matur út á tún, hvar ég vinn. Þá þarf ég ekki að stoppa nema stutta stund til að eta.
Nýlega var sett algerlega nýtt viðmið í þessum efnum. Þannig var að hjónin á bænum sem ég var staddur á voru bæði úti að puða og máttu ekkert vera að matreiðslu. Einhvurn tíman síðdegis þegar við karlmennirnir vorum orðnir langeygðir eftir mat skrapp húsfreyjan frá smástund. Að vörmu spori birtist hún með stóran poka. Við ruddumst náttúrulega á hana eins og frekir heimalningar, og upp úr pokanum dró hún nýeldaða hamborgara með beikoni og öðru góðgæti frá sveitahóteli í nágrenninu. Meðan við réðumst á hamborgarana eins og labradorhundar dró húsfreyjan bjór upp úr pokanum og til að setja punktinn yfir i-ið kom splunkuný neftóbaxdós upp úr pokanum, svona ef á þyrfti að halda.
Svona á þetta að vera.

   (2 af 54)  
8/12/12 02:00

Billi bilaði

Neftópaksborgari. Hmmm.

8/12/12 02:02

Upprifinn

Svona eiga húsfreyjur að vera.

8/12/12 03:00

Mjási

Skyndibita fylgir oft skyndiskita.

8/12/12 03:01

Regína

Þetta er æsispennandi saga!

8/12/12 03:02

Kargur

Þetta er ekki saga; þetta er skýrsla.

8/12/12 04:01

Regína

Leiðrétt: Þetta er æsispennandi skýrsla! Ég las í ofvæni eftir að vita hvaða lostæti væri í matinn.

8/12/12 20:01

Golíat

Það má vel borða hamborga þegar hungrið sverfur að.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.