— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/08
Af banatilrćđum.

Hvurs á ég ađ gjalda?

Í sumar hefur ítrekađ veriđ reynt ađ ráđa mig af dögum. Tilrćđin hafa veriđ augljós og eru orđin mörg. Svo virđist sem húsfreyjur sveitanna hér í kring vilji mig feigan. Ţćr ćtla sér greinilega ađ drepa mig međ ofáti.
Um daginn át ég hádegismat á bć einum. Á borđum var saltfiskur međ hömsum; alvöru hamsahnullungar í feitinni ţar á bć. Međ ţessu voru kartöflur og ţrumari. Ţegar ég var hér um bil búinn ađ stífla á mér kransćđarnar međ floti var eftirrétturinn borinn á borđ. Ekkert léttmeti ţar á ferđ, skyr međ rjóma. Svo kom kaffi og súkkulađi.
Ţađ var lítiđ fariđ ađ sjatna í mér ţegar ég var sóttur í kaffi. Sökum eđlislćgrar kurteisi neyddist ég til ađ háma í mig vöfflur međ rjóma ţar til mér varđ illt. Svo fékk ég mér köku. Ţađ var einungis vegna áratugalangrar ţjálfunar í ađ ţola svona lagađ ađ ég hélt velli.
Nokkrum dögum síđar át ég hádegismat á öđrum bć. Nú átti greinilega ađ ganga frá mér. Á bođstólum var ketsúpa. Ţegar ég var búinn ađ eta yfir mig af henni var mér fenginn annar djúpur diskur svo ég gćti etiđ grjónagraut á eftir. Ég veit ađ ţađ ţýđir ekkert ađ reyna ađ afţakka svona nokkuđ ţar á bć svo ég fékk mér graut. Ég ćtlađi ađ fá mér svolitla mjólk út á grautinn, en ţá setti húsfreyjan upp vandlćtingarsvip og benti mér á hvar rjóminn vćri. Á eftir ţessu drakk ég kaffi og tróđ í mig konfekti.
Sagan hefir endurtekiđ sig nokkrum sinnum, međ örlitlum breytingum. Í stađ ketsúpu hefir kannski veriđ hrossaket eđa lambalćri. Í stađ grjónagrauts hefi ég etiđ hrćring eđa berjaskyr. Međ rjóma.

Ţađ er međ ólíkindum ađ ég skuli enn vera á lífi. Ţađ er bara dagaspursmál hvunćr ég spring af ofáti.

   (7 af 54)  
9/12/08 06:00

Huxi

Ţetta eru váleg tíđindi... Getur veriđ ađ ţetta séu íllvirki runnin undan rifjum Mýramanna?

9/12/08 06:00

Regína

Grjónagrautur međ ketsúpu! Fćrđu ekki nćst pönnukökur međ osti?

9/12/08 06:00

Villimey Kalebsdóttir

Hamsi er líka óbjóđur.

9/12/08 06:00

Garbo

Djöfull ertu heppinn. Viltu kannski frekar drepast úr eistnakrabbameini?

9/12/08 06:00

Upprifinn

Horfđu á björtu hliđarnar. Hrćringur er óćtur án rjóma.

9/12/08 06:00

Grágrímur

Og ég hélt ţađ vćri kreppa... en rjóminn flýtur greinilega af hverju strái ţarna hjá ykkur...

[Íhugar ađ flytja búferlum aftur...]

9/12/08 06:00

Wayne Gretzky

- | | -
Nú geturđu lifađ á fituforđanum, ţarft ekki ađ kaupa mat fyrir sjálfan ţig.

Svo er ţađ ađ springa bara nokkuđ sćmileg leiđ til ađ deyja.

9/12/08 06:00

Wayne Gretzky

Ţađ er nú venjan ađ strokka rjómann áđur en hann drýpur af stránum.

9/12/08 06:00

Jarmi

<Öfund> Fokk </Öfund>

9/12/08 06:00

Jóakim Ađalönd

[Öfundar Karg ógurlega]

Bezta leiđin til ađ drepast...

9/12/08 06:00

Jóakim Ađalönd

Grjónagrautur á eftir kjötsúpu?! Vá, hvađ ţessar kjerlur í ţinni sveit eru matarmiklar...

9/12/08 06:00

Grýta

Segi eins og Regína og Jóakim.
Grjónagrautur eftir kjötSÚPU.... ja hérna!
Ţćr eru greinilega ađ kála ţér kvinnurnar.

9/12/08 06:01

Ívar Sívertsen

Og var ekki drukkinn Guinness međ öllu saman?

9/12/08 06:02

krossgata

Ţetta er frekar ósvífiđ og ţađ í hábjörtu.

9/12/08 07:00

Jóakim Ađalönd

Nćst bjóđa ţćr ţér ađ fá ţér transfitu í sprautu beint í ćđ.

9/12/08 07:00

Útvarpsstjóri

Ef eitthvađ er ađ marka áhlaupiđ sem ţú gerđir á terturnar mínar um daginn ţá hafđirđu hvorki fengiđ vott né ţurrt í marga daga.

9/12/08 07:01

Offari

Mađur er alltaf ađ spá í hvernig sé best ađ kála sér en kemst aldrei ađ ásćttanlegri niđurstöđu. Ekkert er nógu fínnt fyrir mig.

9/12/08 07:01

GóGó

Spurning fyrir ţig ađ drífa sig á ţing. Ţar er ekki skoriđ viđ nögl ţegar kemur ađ rjómapönnsum og öđru kransćđakítti. Ţá getur ţú sálast í ţjónustu almennings og ekkert er nú göfugra en ţađ.

9/12/08 07:01

Offari

Ekki finnst mér göfugt ađ vera á ţingi nú til dags

9/12/08 07:01

Kiddi Finni

Mikiđ hefur ţú áđ gott... og ţó, ég var einu sinni ađ smiđa í austurhluta Finnlands og hef eiginlega sömu sögu ađ segja, mađur gat varla unniđ međ svo fullan maga...

9/12/08 07:02

Wayne Gretzky

Hamsi?

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.