— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/07
Þolrif

Eruð þið ekki að djóka?

Á títtnefdri árshátíð gærkveldsins voru ýmis verðlaun veitt. Þar á meðal var þolinmóðasti gestapóinn heiðraður. Hexía hlaut þau sökum mikils þolgæðis vegna margra og umfangsmikilla galla á eiginmanni hennar, Ívari Sívertsen.
Þó ég muni seint gera lítið úr þeim göllum þá er þetta náttúrulega kjaftæði. Víst hefir Hexía mátt þola mikið.
En er ekki í lagi með ykkur? Annar gestapói hefir greinilega mátt þola svo mikið, mikið meira.

Ég samhryggist, Garbo.

   (9 af 54)  
1/11/07 16:02

Hexia de Trix

Já, þetta var náttúrlega skandall...

Annars er ég eiginlega búin að ákveða að gefa Íbba verðlaunin mín. Hann var klárlega sá sem þurfti að þola makann sinn í gærkveldi... [Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni djúpt ofan í parketið]

1/11/07 16:02

Ívar Sívertsen

Já... ég held að það hafi slegið verulega saman í hausum skemmtinefndar...

1/11/07 16:02

Upprifinn

Halló ég er hérna.

1/11/07 16:02

Kargur

Og? Ætlarðu að þræta fyrir þetta?

1/11/07 16:02

Útvarpsstjóri

Upprifinn þrætir fyrir allt, sem er einmitt ein ástæða þess að Garbo hefði átt að fá þessi verðlaun/sárabætur.

1/11/07 16:02

Regína

Það er satt. Garbo er hetja.

1/11/07 16:02

Garbo

Æ, ég er nú ekkert alltaf til fyrirmyndar sjálf, en takk, Kargur! [flissar]

1/11/07 16:02

Upprifinn

Þetta er allt saman einn stór misskilningur.

1/11/07 16:02

Upprifinn

Hnussssar.

1/11/07 17:00

Ívar Sívertsen

Sko! Mér finnst að ég og Upprifinn hefðum át að fá verðlaun!

1/11/07 17:00

Hexia de Trix

Svona svona... Við Garbo getum kannski bara deilt verðlaununum - ekki veitir af ef Uppi og Íbbi lenda einhverntímann saman á fylleríi...

1/11/07 17:01

Tigra

Hefði Íbbi verið fullur væruð þið ekki svona örugg á þessu! En Garbo hefði átt að fá verðlaun líka það er á hreinu.

1/11/07 18:00

Grágrímur

Hvaða fleiri verðlaun voru veitt... og hverjir fengu þau?

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.