— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/06
Jólaljósablús.

Finnandi vinsamlega skili jólaljósunum mínum.

Ég hengdi upp jólaljósin í gær. Að sjálfsögðu varð ég að toppa aðra fjölskyldumeðlimi til að njóta aðdáunar dætra minna. Ljós á þakskeggið, allan hringinn. Ljós á grindverkið. Ljós í kringum útidyrnar, og tvo glugga. Ljós á snúrstaurana. Ljós á tréð fyrir framan húsið.
Þetta tók svolitla stund og svolítið klifur. Svo dáðist ég að þessu, og dæturnar létu hrifningu sína í ljós. Ég reikna með að þið hafið flest séð bjarmann af ljósunum mínum í gærkveldi.
Svo fór að hvessa áðan. Ljósin losnuðu á öðrum glugganum. Ég fór út í slagviðrið og reddaði þessu. Skömmu síðar varð ég að redda þessu aftur.
Svo sló rafmagninu út. Er til of mikils mælst að hágæða kínversk jólaljós úr 99 centa búðum bandaríkjahrepps þoli Íslenskt jólaveður?
Fjandans drasl. Ætli þetta verði ekki allt fokið norður í land í fyrramálið.
Nú verða dæturnar bara að dást að aðventuljósinu sem amma gaf okkur þegar hún fór á elliheimilið. Enda kappnóg.

   (13 af 54)  
2/11/06 11:00

krossgata

Ég er nú eiginlega fegin núna að útijólaljósaserían mín gaf sig og var því ekki sett upp um helgina.

2/11/06 11:00

Upprifinn

Ef þær koma norður á ég þá að senda þér þær eða henda þeim?

2/11/06 11:00

Dula

Það logar enn hraustlega á minni enda notaði ég sko fullt af benslum til að festa hana kirfilega uppí trjáhrísluna mína.

2/11/06 11:00

Garbo

Hvernig er það með þennan Borgarfjörð, er þetta algjört rokrassgat?

2/11/06 11:00

Útvarpsstjóri

Þetta er eflaust bara smágola sem Kargur er að væla yfir. Hann hefur bara ekki nennt að festa seríurnar. Borgarfjörður er alls ekkert rassgat, hann er nafli alheimsins!

2/11/06 11:00

Kargur

Upprifinn, endilega sendu mér ljósin ef þú sérð þau.
Úbbi, ég festi þetta vel og vandlega. Hér er mannskaðaveður. Og mikið rétt, Borgarfjörður er nafli alheimsins.

2/11/06 11:00

Útvarpsstjóri

Þú hefur greinilega ekki notað nóg af baggabandi.

2/11/06 11:00

Andþór

Borgarfjörður er naflakusk alheimsins. [Glottir]

2/11/06 11:00

Upprifinn

Kunna borgfirðingar nokkuð að binda almennilega hnúta.

2/11/06 11:00

Kargur

Ég treysti mér til að múlbinda þig og aðra þingeyinga.

2/11/06 11:00

Upprifinn

en getur samt ekki bundið jólaseríurnar þannig að þær hangi.

2/11/06 11:02

Leiri

Jólin eru bara bull og tómt rugl að vera að hengja upp ljós og skreytingar og syngja væmin jólalög.

2/11/06 11:02

Huxi

Borgarfjörður er alræmdur fyrir vindgang ýmiskonar, enda gengur hið forna höfuðból Snorra undir nafninu Rokholt meðal heimamanna.

2/11/06 11:02

Útvarpsstjóri

Og hvaða heimamenn ætli það séu?

[klórar sér í höfðinu, enda aldrei heyrt á Rokholt minnst]

2/11/06 11:02

Ívar Sívertsen

Einn stórvaxinn stórbóndi fauk þar um koll í gær. Hann er breiðvaxinn og býr í Breiðagerði. Hann er mikill vexti og ber að hýsa allt lauslegt, bæði búfénað sem búvélar þegar sá maður fýkur um. Rokholt er einnig nefnt af innfæddum Flotholt því þar rignir talsvert.

2/11/06 12:01

Jóakim Aðalönd

Svo er skógur í grennd og hann kallazt Treholt.

2/11/06 12:01

Skabbi skrumari

Jólabósabús... (ég held stundum að ég sé með félagsritafyrirsagnarlesblindu)...

2/11/06 13:00

Andþór

Það er kannski aldurinn... [Glottir en skammast sín í hausinn á sér]

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.