— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/06
Heimkoma.

Kveðjuskrif Galdra vöktu mig til umhuxunar.

Ég notaði þann rúma tíma sem mér áskotnaðist við sumarlokun Baggalúts til búferlaflutninga. Ég yfirgaf nýlendu vora í vestri og flutti heim í heiðardalinn. Ég hafði oft hugsað um að gera þetta, en vissi sem var að það þýddi ekki að nefna þetta við frúna. Í staðinn beið ég þar til henni datt þetta snjallræði í hug sjálf og greip tækifærið.
Að flytja er meira en að segja það. Reyndar hefði ég getað pakkað mínu drasli á stuttum tíma en það sama er ekki hægt að segja um drasl frúarinnar. Ekki dugði minna en 40 feta gámur undir draslið. Reyndar fór slatti af draslinu í annars konar gám, en þið látið vera að nefna það við frúna.
Þó það hafi verið geðveiki að flytja þá var það þess virði. Hér á Íslandi er langbest að vera. Fjandinn hirði staði þar sem maður vaknar fyrir klukkan fjögur að morgni til þess eins að stikna í fjörutíu stiga hita fram á kveld; staði þar sem ekki fæst lambaket eða skyr. Það eina sem ég sakna er amerískt verðlag. Helvíti hvað allt er dýrt hér. En ég vil fremur vera staurblankur hér heima heldur en aðeins minna blankur einhvurs staðar þar sem pöddur eta mann lifandi hálft árið.
Ég er kominn til að vera.

   (17 af 54)  
9/12/06 08:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Komdu fagnandi frændi.

9/12/06 08:00

krossgata

Það er auðvitað ótækt með öllu að það fáist ekki íslenskt lambakjöt í landi sem á að teljast siðmenntarð. Hvernig líkar annars frúnni?

9/12/06 08:00

Hvæsi

Velkominn heim.

Hvenar er glímuæfing ?

9/12/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Nú er ég farinn!

9/12/06 08:01

Herbjörn Hafralóns

Velkominn heim. Það er satt sem þú segir, að það er hvergi betra að vera en hér heima á Fróni.

9/12/06 08:01

Kondensatorinn

Velkominn á Djöflaeyjuna.

9/12/06 08:01

B. Ewing

Einn farinn, og annar kominn. Vertu velkominn á skarfasker.

9/12/06 08:02

Þarfagreinir

Velkominn. Vonandi tekurðu ekki neina ameríska sjúkdóma með þér.

9/12/06 08:02

Kargur

Frúnni líkar nokkuð vel. Hún hefur reyndar haft á orði að Íslendingar séu afar skrítnir.
Enga sjúkdóma hef ég tekið með mér mér vitanlega. Ég var eitt sinn greindur með ameríkusýki af öldnum kotbónda (sem nú er horfinn á vit feðranna) en hún hefur bráð af mér. Öngvar líkur eru taldar á að hún nái sér upp að nýju.

9/12/06 09:01

Hexia de Trix

Segi eins og Natan: Komdu fagnandi. Ameríka er ekkert skemmtileg svona til lengdar, hvort eð er. Skál!

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.