— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/06
Hin fullkomna áætlun

Mér var nær.

Mér finnst eins og jólin séu nýafstaðin. Kannski af því að jólatréð er enn uppi. En hvað um það, það er innan við mánuður síðan jólunum lauk. Það liggur ekki við að ég sé búinn að jafna mig eftir að hafa eytt aleigunni í nafni hátíðar ljóss og friðar. Og ekki tekur betra við. Einhverjum snillingum hefur í gegnum árin tekist að sannfæra trúgjarna þjóð um að þeir hreinlega verði að kaupa alls kyns glingur handa kerlingunum af því það er jú valentínusardagurinn. Skartgripir, blóm, konfekt og hugulsamt kort. Ekkert fjandans wal-mart kort, alvöru hallmark kort. Kaupmenn hafa náð að heilaþvo múginn, láta kynslóðir karla halda að þeir fari beint til helvítis ef þeir kaupi ekki allt það sem konuna langar í, helst meira. Fökk!
Ég hef ítrekað viðrað þá skoðun mína að ég sé undanþeginn öllum kvöðum sem fylgja þessum andskota á þeim forsendum að Íslendingar taki ekki þátt í svona bulli. Ég hef reyndar lúmskan grun um að þeir séu farnir að apa þennan ósið eftir sveitungum mínum, en reyni að leiða þær hugsanir hjá mér.
Nú er ég búinn að ákveða hvurnig tekið skuli á þessum ósóma. Karlar eru ekki undir neinni kvöð til kaupa nokkurn hlut handa kerlingunum fyrr en þeir hafa sjálfir fengið boðlegar gjafir. Eitthvað karlmannlegt. Veiðivörur. Verkfæri. Engin fjandans wal-mart einnota verkfæri. Alvöru græjur með lífstíðar ábyrgð. Hananú. Þetta ætti að duga til að slá á tilætlunarsemina í kerlingunum.

Kerfið klikkaði. Það er risastór loftpressa úti í bílskúr.
Rétt að líta á skartgripaauglýsingarnar.
Fökk.

   (19 af 54)  
2/12/06 04:01

krossgata

Léstu bugast! Minn ekta maki hefur enn ekki gert það. Hann býr að vísu ekki í bandaríkjasveit frekar en ég. Hann hefur það kjörorð að kaupa ekki neinar gjafir fyrir yfirlýsta gjafadaga (nema jólin) og stendur við það. ......
....
Ég fæ blóm og/eða gjafir degi síðar.
[Glottir]

2/12/06 04:01

Offari

Konur kunna ekki að velja verkfærin, svo neyðist maður til að nota draslið þar sem ekki vill maður styggja konuna.

2/12/06 04:01

Nermal

Ég hef nú í augnablikinu engar áhyggjur af þessu. En það gæti breyst ef ég geng út.

2/12/06 04:01

Litla Laufblaðið

Ég efast um að ég fái nokkurn skapaðan hlut. [Dæsir]

2/12/06 04:02

Kargur

Já ég lét bugast. Mitt útpælda kerfi brást mér. Ég hefði betur haldið mig við gamla góða kerfið; gefa engan kost á að það verði gefnar gjafir.

2/12/06 05:00

Kondensatorinn

Hef sloppið við svona tilstand hingað til. Þetta er kannski gaman í viðeigandi löndum en það er svo stutt liðið frá jólum og ógrynni afmæla hér í kringum mig þannig að ég segi pass.

2/12/06 05:01

Þarfagreinir

Það er einstaklega amerískt að til sé ætlast að karlar gefi konum gjafir, en ekki öfugt. Ameríkanarnir eru nefnilega ótrúlega íhalds- og afturhaldssamir þegar kemur að hugmyndum þeirra um kynjahlutverk.

2/12/06 05:01

B. Ewing

Þú færð allar mínar samúðarkveðjur.

Einnig máttu færa fram haldbær rök fyrir því að "Buy nothing" dagurinn sé miklu rómantískari en allir Valentínusardagar aldarinnar til samans og að þið eigið að halda upp á hann frekar.

2/12/06 05:01

Tigra

Iss. Ég held miklu frekar upp á bónda og konudaginn. Þá er þetta allavega jafnt. Fyrst geri ég e-ð fyrir hann, svo gerir hann e-ð fyrir mig.
Mér finnst samt alveg óþarfi að vera að gefa einhverjar gjafir... það er nóg að t.d. elda e-ð skemmtilegt fyrir viðkomandi... baka köku eða e-ð sniðugt.

2/12/06 05:01

Útvarpsstjóri

Slasaðu þig ekki á pressunni.

2/12/06 06:00

Kargur

Hvunær er þessi "buy-nothing" dagur?

2/12/06 07:01

Útvarpsstjóri

Sem oftast.

2/12/06 08:01

Jóakim Aðalönd

Ekki þarf ég að hafa áhyggju af svona löguðu og stefni ekkert á að þurfa þess nokkurn tímann. Peningaeyðsla? PENINGAEYÐSLA?!

[Bindur hnút á lonníetturnar í bræðiskasti]

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.