— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/05
Jólaskap?

Fundarlaun í boði.

Lýst er eftir jólaskapi Kargs. Það hefur ekki sést almennilega síðan í fyrra. Reyndar sást aðeins í skottið á því um daginn, en það gufaði upp í 25 stiga hita um daginn. Jólaskapið er frekar styggt og ber að nálgast það með varúð. Finnandi er vinsamlega beðinn um að koma því til skila í hvelli.
Eigandinn saknar jólaskapsins allverulega. Honum hefur reynst erfitt að leggja í jólagjafainnkaupaleiðangra án þess. Einnig hefði það komið að góðum notum við dauðaleit sem gerð var að plasttré fjölskyldunnar seinni partinn í gær ásamt árvissri óvissu um hvurnig nefnt tré skuli sett saman. Nú er svo komið að án jólaskapsins verður tréð ekki skreytt, þar sem glingrið sem á það fer er enn ófundið í víðáttumiklum skrangeymslum Kargs. Án skapsins verður ekki lagt í annan leiðangur þangað.
Þrátt fyrir jólaskapsmissinn þráaðist eigandinn við og hafði það af að kaupa jólagjafir. Eftir þá mannraun var mjög svo dregið af eigandanum. Lokahnykkurinn var svo innpökkun gjafanna. Sú rimma stóð langt fram á nótt og var afar tvísýnt hvurnig færi. Nú er svo komið að undibúningi jólanna hefur verið slegið á frest uns jólaskapið finnst.

   (21 af 54)  
3/11/05 00:01

Billi bilaði

Leitina skaltu hefja á "Jól og blíðu" disk köntrýsveitarinnar, það hafa mörg jólasköp leynst þar.

Gleðileg jól.

3/11/05 00:01

Lopi

Ég er í jólaskapi núna. Finnst það fyrst og fremst vera vegna þess að ég hef hlustað á fallega tónlist á gufunni. Og nú er ég að hlusta á messu. Í fyrra hlustaði ég á rokk með The Clash. Það hefur líklegast eyðilagt jólastemminguna þá.
Já, gleðileg jól allir Bagglýtingar.

3/11/05 00:02

Nermal

Fátt veitir eins gott jólaskap og að hlusta á Jól og blíða eða Metal Christmass..... En Gleðileg jólin kall

3/11/05 02:00

Jóakim Aðalönd

Vonandi hefur þú fundið jólaskvapið Kargur. Skál!

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.