— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Loksins

Jóla hvað?

Það hlaut að koma að þessu. Ég var farinn að hafa áhyggjur af hátíðarskapi sveitunga minna. En það er búið að redda þessu.
Jólaskrautið er komið upp. Ég er ekki að tala um að búið sé að kveikja á seríu sem aldrei var tekin niður eftir síðustu jól. Nei, plastjólasveinninn sjálfur mættur á plastsleða, með átta plasthreindýr spennt fyrir. Plastjésú var einnig mættur ásamt plastenglum, plastvitringum og plastmaríu-mey. Ég fylltist plasthátíðarskapi þegar ég sá þetta á leiðinni heim áðan.
Svo fylltist ég skömm yfir að vera ekki með neitt plastdrasl á hlaðinu hjá mér. Og jólin alveg að skella á. Fjandinn.

   (22 af 54)  
1/11/05 07:00

Galdrameistarinn

Ég fyrirlít fólk sem skreitir fyrir 1 des.

1/11/05 07:00

Húmbaba

Það er líka illa gert að skreyta fyrir 1. nóv.

1/11/05 07:00

Offari

Þetta endar með því að skrautið hengur uppi allt árið því varla tekur orðið að vera að taka það niður fyrir næstu jól.

1/11/05 07:01

Galdrameistarinn

Hengur? Borðar þú hengikjöt væni?

1/11/05 07:01

B. Ewing

Mættu bara í verslanirnar á klakanum um þetta leyti. Nú þegar er búið að koma upp jólaskrautinu og jóla-flest-öllu-sem-tönn-á-festir. Svo byrjuðu líka flenniauglýsingar í blöðum að birtast í lok september um að nú væri síðasti séns að panta jólaglöggið og jólahlaðborðin.

Gaman, eða hitt þó heldur. Til að verða ekki kominn með ógeð á jólunum þá verður maður að setja sig í sjálfskipað fjölmiðlastraff og versla bara í Melabúðinni.

1/11/05 07:01

Tina St.Sebastian

Ég pantaði á jólahlaðborð í september. Það er eina jólið sem ég framkvæmi fyrir fyrsta des.

1/11/05 07:01

Gaz

Nei andskotinn hafi það. Ekkert helvítis plastdrasl upp hjá mér eða mínum. Skrautið fer ekki upp fyrr en á 11. desember að góðum og heiðnum sið!

1/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Ég vil jólin strax! Til fjandans með þennan desember. Ég fer í næstu viku niður í Rúmfatalager og kaupi jólaseríur og set þær upp.

1/11/05 07:01

Skabbi skrumari

Mikið var... kannske maður fari að skrifa jólahugleiðingu... Jóla-skál...

1/11/05 07:01

Tigra

Ég þoli þetta ekki.
Ég hræri ekki við jólaskrauti eða neinu slíku fyrr en í fyrsta lagi 1. des.
Mig langar samt í snjó!

1/11/05 07:02

Útvarpsstjóri

Ertu búinn að taka niður hrekkjavökuskrautið sem ég setti upp fyrri þig?

1/11/05 08:00

Kargur

Ég stend nú ekki í svoleiðis, mamma er væntanleg og hún kann sko að taka niður skraut. Annars vænti ég þess að plastgraskerið sem þú settir á veröndina fjúki bráðum, alvörugraskerið mun leka niður þegar það frýs. Ekkert mál.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.