— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 31/10/05
Túttur

Grípandi titill, ekki satt?

Nú er svo farið að gúmmítútturnar mínar eru að syngja sitt síðasta. Þær hafa dugað vonum framar, enda austur-evrópsk gæðasmíð.
Þær bárust mér hingað vestur um haf á fótum bróður míns, stórbóndanum Beikonsnáða. Ég leyfi mér að fullyrða að fáir hafi ferðast eins prúðbúnir og hann landa á milli; í ullarsokkum og gúmmískóm að heldri manna sið og svo í Liverpooltreyju til að auka á háðíðleikann. Af ókunnum ástæðum fannst samferðamanni hans (Útvarpsstjóra) lítið til þessa skrúða koma, en hann var nú bara óviti þegar þetta gerðist.
Ég plataði tútturnar út úr Beikonsnáða þegar hann fór heim. Þær hafa víða farið og reynst með afbrigðum vel. En nú er komið að því að endurnýja þær. Ég er búinn að leita víða að nýju pari, en án árangurs. Hvurs konar þjóð kallar sig siðaða þjóð en á svo ekki til gúmmítúttur? 300.000.000 manns og hvergi hægt að fá almennilegan skófatnað? Ég er svo aldeilis hlessa.
Tútturnar fá 5 stjörnur, skóverzlanir bandaríkjahrepps fá enga stjörnu.

   (23 af 54)  
31/10/05 14:00

Dula

Þetta er bara spurning hvort þú ættir ekki að gerast umboðsmaður í Bandaríkjahrepp og innleiða þessa menningu þangað. Þetta er tækifæri sem brillerar.

31/10/05 14:00

blóðugt

Ég á glænýjar gúmmítúttur og ég elschka þær!

31/10/05 14:01

hlewagastiR

Góð gagnrýni á stórveldið.

31/10/05 14:01

Offari

Mér datt nú eitthvað annað í hug.

31/10/05 14:01

Lopi

Ég hef keypt skóhlífar í Bandaríkjunum.

31/10/05 14:01

Ísdrottningin

Það er eitt afgangspar í skóhillunni hér sem dagaði uppi fyrir löngu, á ég að senda þér tútturnar?

31/10/05 14:01

Kargur

Endilega. Komdu þeim bara í veg fyrir Útvarpsstjóra, hann er væntanlegur í næstu viku.

31/10/05 14:01

Útvarpsstjóri

Þetta er ekki eitthvað viking-rusl, er það?

31/10/05 16:01

Sundlaugur Vatne

Það var nú verið að taka upp nýja sendingu af gúmmískóm með hvítri rönd og grænum reimuðum stígvélum hérna í kaupfélaginu á Ýsufirði. Á ég að senda þér par af hvoru eða öðru hvoru?

31/10/05 16:01

Skabbi skrumari

Léleg er hún Ameríka...

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.