— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/05
Ófarir

Ég skríkti af kæti yfir óförum sveitunga minna.

Nýlega var haldið heimsmeistaramót í körfubolta. Sveitungar mínir ætluðu sér stóra hluti. Reyndar var ekki spurning um það hvort þeir myndu vinna, heldum með hvað miklum mun. Þeir voru greinilega búnir að gleyma hvurnig þeir hafa sífellt skitið upp á bak á stórmótum undanfarinna ára.
Þeir þurftu ekki að mæta með sitt sterkasta lið, enda bara verið að spila við einhverja hottintotta.
En það fór öðruvísi en til stóð. Einhverjir dónar frá Grikklandi voru með stæla og slógu snillingana út. Hvurnig gat þetta gerst?
Nú eru menn búnir að leggja höfuðið í bleyti og finna lausn á þessu öllu saman. Til að byrja með hefur nokkrum leikmönnum verið veittur amerískur ríkisborgararéttur (Nowitzki, Gasol, Ming, Ginobli). Aðeins eitt stig mun fást fyrir skot utan af velli, en fimm fyrir troðslu. Sex ef hangið er í hringnum. Einnig mun verða leikið eftir svokölluðum streetball reglum. Um leið og FIBA samþykkir þessar leiðréttingar á fyrirkomulagi getur Bandaríkjasveit risið til fyrri metorða í körfubolta.

   (25 af 54)  
9/12/05 09:01

Offari

Geta kanarnir aldrei sætt sig við Evrópustaðalinn?

9/12/05 09:01

Lopi

Hvað er að gerast í USA. Er hnignun þess að hefjast?

9/12/05 09:01

Þarfagreinir

Mér finnst merkilegast að Kanarnir leyfi öðrum þjóðum að vera með í þessari heimsmeistarakeppni. Þetta gildir ekki um til að mynda kýlukallaíþróttina og priksveifluíþróttina.

9/12/05 09:01

Nermal

Ha ha ha ha ........... Bandaríkjamenn fengu spark í egóið

9/12/05 09:01

Úlfamaðurinn

Lopi. Bandaríkin eru þegar hrunin, þau hrundu eftir að þau töpuðu síðari heimsstyrjöld gagnvart nasistum.

9/12/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Bandaríkin munu falla rétt eins og Babýlon.

9/12/05 10:00

Hvæsi

Herir Baggalútíu munu sigra bandaríkin !

9/12/05 12:01

Útvarpsstjóri

Bandaríkin who?

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.