— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/05
Opinber heimsókn.

Þið getið farið að rúlla út rauða dreglinum.

Ég mun vísitera Ísland í næstu viku. Ég mun staldra stutt við, bara rétt fram yfir Hvítasunnu. Af þessu tilefni hafa tveir bræðra minna ákveðið að útskrifast frá tveimur virtustu menntastofnunum landsins. Einnig hefur einn bróðirinn ákveðið að láta ferma sig til að halda almennilega upp á heimsóknina.
Það er langt síðan ég hef heiðrað þjóðina með nærveru minni. Af þeim sökum er ég ekki alveg með á hreinu hvað er að gerast á klakanum. Því er ráð að fá nokkur atriði á hreint.
Er KR ekki ríkjandi bikarmeistari í knattspyrnu eins og þegar ég hélt úr landi? Eru menn ekki löngu hættir að æsa sig yfir stóriðju og virkjunum? Er framsóknarflokkurinn ekki búinn að leggja allt undir sig? Eru sauðfjárbændur ekki örugglega orðnir hátekjumenn? Heyra kvótabrask og skattsvik ekki sögunni til? Kannski þið hafið svörin við þessu.
Af tilefni heimsóknar minnar fær Íslenska þjóðin frí frá vinnu á föstudaginn kemur, svo allir geti komið spariklæddir (í Liverpool-bolum) í flugstöðina og vottað mér og fylgdarliði mínu virðingu sína.

   (28 af 54)  
5/12/05 20:02

Hvæsi

Kanski maður mæti í flugstöðina hans Leifs og skori á þig í smá glímu.

5/12/05 20:02

Heiðglyrnir

Velkominn heim Kargur minn.

5/12/05 20:02

Nafni

Við vorum að vinna Júró- visjón...alveg satt.

5/12/05 20:02

Vladimir Fuckov

Það er búið að gera byltingu.

5/12/05 21:01

Upprifinn

Framsóknar hvað?

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.