— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/05
Kirkjuferð

Konan mín fer stundum í kirkju. Lengi vel nöldraði hún í mér að koma með sér að hlýða á guðsorðið. Ég er frábitinn svona samkomum og fór því örsjaldan, eiginlega aldrei. En hún hélt áfram að kvabba. Og kvabba. Einn daginn rann upp fyrir mér ljós. Ég sá ljósið!
Eina leiðin til að losna við kirkjuferðir og kvabb um kirkjuferðir er ef konan mín vill ekki hafa mig með. Og hvurnig gæti ég farið að því? Einfalt; verða henni til skammar. Ef hún skammast sín fyrir mig er pottþétt að hún vill frekar fara ein til messu. Eftir að ég fattaði þetta þá varð ég að finna skothelda leið til þess að verða henni til skammar. Það tókst.
Það er til siðs í hennar söfnuði að karlmenn klæðist jakkafötum, sem ég hafði gert í þau sárafáu skipti sem ég lét tilleiðast. Þegar frúin neyddi mig til messu næst fór ég ekki í jakkann við sparifötin, heldur vesti sem ég hef notað við skotveiðar. Það er felulitað, og æpandi appelsínugult að innan. Og svo setti ég upp bindi sem var í tísku snemma á níunda áratugnum, og hnýtti það stutt. Mjög stutt.
Þetta svínvirkaði. Ég hef ekki verið beðinn um að fara til kirkju í rúmt ár. Halelúja.

   (29 af 54)  
5/12/05 07:01

Bjargmundur frá Keppum

Þú hefur s.s. ekki verið beðinn um að messa í þessari múnderingu?

5/12/05 07:01

Offari

Þarf að draga þig í messu?

5/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Snillingur!

5/12/05 07:02

Upprifinn

þá veit maður hvaðan Depill litli hefur gáfurnar.

5/12/05 08:00

B. Ewing

Útsmogin aðferðafræði [Skrifar hjá sér minnispunkta]

5/12/05 08:01

Ugla

Af hverju getur þú ekki farið með konunni þinni í kirkju og látið eis og maður. Af hverju getur þú ekki bara gert þetta fyrir hana?
Ha?

5/12/05 09:00

Kargur

Hví nöldra ég ekki í konunni minni að koma með mér á skotveiðar? Hví nöldra ég ekki í henni að gera hluti með mér sem aðeins ég hef áhuga? Ég er trúlaus og hef engan áhuga á kirkjuferðum, það ætti að vera hægt að virða.

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Það er allt í lagi með fólk sem trúir á Guð. Í raun getur enginn afneitað tilvist Guðs því að það er einfaldlega ekki hægt,

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Svo er ég að fara í Hallgrímskirkju bráðum með málverk af krossfestingu Jesús Krists,

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Reyndar mun vatnið hugsanlega flæða yfir stórann hluta Hallgrímskirkju þegar flóðbylgjan skellur á, vonandi gerist það samt ekki

matrixs@mi.is

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.