— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/05
Af rusli.

Sorpvandamál?

Ég vinn innan um alls kyns lýð, úr öllum þjóðfélagshópum og mörgum löndum. Það eru margir kynlegir kvistir innan um. En einn hópurinn er hvað skrítnastur; hvítt rusl. Beint úr hjólhýsagarðinum, órakaðir, óþvegnir, ógreiddir villimenn. Þeir aka um á stórum amerískum pikkuppum og stórum gömlum amerískum sportbílum, það er að segja ef þeir eru ekki próflausir. Byssurekkar virðist vera staðalbúnaður í bifreiðum þeirra, svo og útvörp sem eru föst í botni, stillt á kántrístöðvar. Suðurríkjafáninn skreytir bifreiðir þeirra, sem og líkama þeirra.
Hvítt hjólhýsarusl er síblankt. Enda fer drjúgur hluti tekna þess í sígarettur og bjór, það tvennt sem heldur tórunni í þeim.
Einkennisfatnaður þeirra eru alls kyns felulitagallar ætlaðir til skotveiða, fatnaður merktur hinum ýmsu NASCAR ökuþórum eða sterakögglum sem stunda hina göfugu fjölbragðaglímu wrassling.
Hvítt rusl lifir spennandi lífi. Það stafar af mikilli ævintýraþrá. "Hvað skyldi ég komast lengi upp með það að riðlast á barnfóstrunni?" og "Ég er handviss um að Starlene vill að ég eyði vikulaununum í nýjan blöndung í El-Camino-inn" eru dæmi um þann þankagang sem lífgar upp á tilveru hins hvíta rusls.
Nú mætti ætla að mér væri illa við hvítt rusl. Því fer fjarri. Þetta er það harðduglegasta lið sem fyrirfinnst, ef undan eru skildir mexíkanar. Þeir eru hjálpsamir og hafa mikla hæfileika í að redda hlutunum. Þó forgangsröðun þeirra í lífinu sé á skjön við "venjulegt" fólk, þá eru þetta oftast góðar sálir. Hverjum öðrum dytti í hug að nefbrjóta tugthúsliminn kærasta móður sinnar á jóladag af því hann kallaði hana tík?
Ef ég væri með húfu tæki ég ofan fyrir hvítu rusli.

   (30 af 54)  
4/12/05 14:02

Haraldur Austmann

Þú ert í Borgarnesi, er það ekki?

4/12/05 14:02

Kargur

Ekki er svo illa fyrir mér komið.

4/12/05 15:00

Upprifinn

Víst ertu í Borgarnesi.

4/12/05 15:00

Stelpið

Ég þekki einn mann sem passar nákvæmlega við þessa lýsingu og hann er úr Borgarnesi...

4/12/05 15:00

Anna Panna

Ég kynntist einmitt nokkrum svona þegar ég var í BNA á sínum tíma (í suðurríkjunum), svona fólk sem verslaði í 99c búðunum af því að það nennti ekki að dressa sig upp fyrir Wal-mart! En flest af þessu liði var með hjartað algjörlega á réttum stað, My Name is Earl nær t.d. að fanga þessa dásamlegu hvít-rusls-stemningu svo vel...

4/12/05 15:00

Jarmi

Í minni sveit taka menn til þegar rusl safnast fyrir. O sei sei.

4/12/05 15:00

Myrkur

Þá erþað skömminni skára en smáræfilsháttur okkar íslendinga. Að keyra um á 3 milljónkrónu kerru og versla allt á kredit. Allt nýtt og flott heima og á 36 mánaða afborgunum.

4/12/05 15:01

Nermal

Tabblækningar voru fundnar upp fyrir 7000 árum. Hvíta hyskið hefur ekki uppgötvað þær...

4/12/05 15:01

Útvarpsstjóri

Ég verð að segja Kargi til varnaðar að hann hefur búið á mörgum misjöfnum stöðum en aldrei á neinum sem kemst nálægt því að vera jafn ömurlegur og Borgarnes.

4/12/05 15:02

Offari

Flytur lögheimili sitt úr hjólhýsinu, nú er ég búsettur í húsbílnum.

4/12/05 16:00

Kargur

Það var alls ekki ætlun mín að rit þetta yrði til þess að menn drulluðu yfir borgnesinga. Þvílíkur bónus!

4/12/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Bíðið bara þar til Galdri nær til ykkar!

4/12/05 16:01

Haraldur Austmann

Hey! Þú ert á Selfossi!

4/12/05 16:01

Jóakim Aðalönd

Hver? Ég?

4/12/05 17:02

Haraldur Austmann

Nei, hann.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.