— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/05
Kargur heim.

Það kom að því.

Kynbótagripurinn sívinsæli Kargur úr Blautadal verður sýndur með afkvæmum á vorkynbótasýningu hrossaræktarfélaxins Snata. Sýningin verður haldin á uppeldisstöð Kargs.
Kargur hefur ekki verið sýndur opinberlega síðan á síðustu öld. Hann var þá þrásinnis sýndur á hinum ýmsu mótum, við litlar undirtektir. Fékk hann víðast hvar geldingsdóm. Það varð til þess að hann var seldur utan, hvar væntingar eru lægri.
Um Karg segir í Ættbók og sögu: "Þrátt fyrir gott ætterni hefur Kargur ekki þótt vænlegur til undaneldis. Hann er nokkuð góður í umgengni, blíðlyndur og var auðtaminn. Sköpulagi er í öllu ábótavant; höfuðið óvenjustórt, fætur stuttir, faxið stutt og broddum líkast, lendar óþarflega stórar og er hann um of frambyggður. Þó virðist hann ágætlega tenntur."
Það kom hrossaræktarráðunautum á óvart þegar haldið var undir Karg tvö ár í röð, og enn frekar þegar hann virtist gefa gott. Afkvæmi hans eru með eindæmum falleg og spök. Vilja menn þakka það góðri móðurætt afkvæmanna.
Þegar haft var samband við nokkra valinkunna hrossaræktendur og þeir spurðir álits voru ýmsar skoðanir látnar í ljós. "Var ekki búið að gelda kvekindið?", "Hvur borgaði folatoll undir þessa bikkju" og svo hið staðlaða svar "Kargur who?"
Þeir sem endilega vilja sjá afrakstur þessa ræktunarævintýris geta haft samband við formann Snata.

   (31 af 54)  
4/12/05 07:01

Heiðglyrnir

Já það var og. Innilega velkominn heim Kargur minn. Þú lætur okkur vita af ferðum þínum.

4/12/05 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Kargur þú kemur úr kananas landi og kanarnir fara héðann um svipað leiti gott er til þess að vita. Gangi þér vel með heimkomuna, kanski kem ég á eftir þér.

4/12/05 07:02

Útvarpsstjóri

Pant ekki

4/12/05 08:00

Upprifinn

Stjóri snöggur til að vanda.

4/12/05 08:00

Jarmi

Ef svona slæmt eintak eignast falleg börn... vá, haltu sýningu á mömmunni! ... erum við ekki annars að tala um gripasýningu hérna?

4/12/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Hestar eru handbendar Satans!

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.