— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/05
Dagur Heilags Patreks

Hér halda menn upp á dag dýrlingsins Patreks.

Heilagur Patrekur losaði Íra við nöðrurnar fyrir langalöngu. Því ber að fagna, og engin betri leið til þess en að drekka grænan bjór. Reyndar er ég hættur að halda upp á þennan dag, kann mig ekki í margmenni og sit því heima. Ég ákvað engu að síður að hripa niður nokkrar leiðbeiningar ef þið skylduð halda daginn hátíðlegan.
Klæðnaður skal helst vera grænn. Ef þið eruð ekki í neinu grænu munuð þið verða klipin. Græn Liverpooltreyja er afbragðsgóður hátíðarfatnaður á degi Patreks, rétt eins og á öðrum tyllidögum. Heppilegt er að hafa á höfðirisastóran grænan pípuhatt, kyrfilega merktan Baily´s.
Írar eru drykkfelldir, og það sama á við írsk-ættaða ameríkana. Ég mæli ekki með að stunda kappdrykkju við þá, það getur endað illa. Einnig skal forðast að benda þeim á að forfeður þínir hafi notað Íra sem þræla hérna í den. Það virðist falla í frekar grýttan jarðveg.
Takið daginn snemma. Þetta er eini dagur ársins (a.m.k. hér) sem barinn er troðfullur fyrir klukkan 9 að morgni. Græn Bloody Mary er viðeigandi morgunverður. Grænn bjór er tilvalinn til að ná fjandans seljurótaróbragðinu úr munninum. Ég mæli með grænum Killigan´s.
Að lokum bendi ég fólki á að hafa með sér skilríki og réttu pappírana. Ekkert drepur stemninguna eins og að húka í klefa meðan beðið er eftir svari frá innflytjendaeftirlitinu...
Risastórir grænir pípuhattar eru asnalegir eldsnemma að morgni dagsins eftir dag heilags Patreks.

   (32 af 54)  
3/12/05 17:01

albin

Einn af mínum Uppáhaldsdögum Skál!

3/12/05 17:01

Útvarpsstjóri

Þú ert greinilega reynslubolti á þessu sviði.

3/12/05 17:01

Anna Panna

Græn Bloody Mary?? Má ég þá frekar biðja um grænan bjór! Skál!!!

3/12/05 17:01

Kargur

Óþarfi að taka fram að ég tala af biturri reynslu.

3/12/05 17:02

krumpa

DJÖ...gleymdi ég þessum degi! Ég sem er edrú, heima, að vinna skýrslu um samanburð á bankalánum. DJÖ!!!!!

3/12/05 17:02

Asmur Agton

ohh, þetta er allt að verða svo brjálað að það er yndislegt.Það er ellt á fullu en samt ekkert nýtt að gerast,bara meira og meira,meira og meira.

3/12/05 18:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Allt er vænt sem vel er grænt. Skál.

3/12/05 19:00

Jóakim Aðalönd

Ég drakk í gaer. Hafdi reyndar ekki drukkid áfengi í 2 daga thar á undan, en svona er lífid...

3/12/05 19:00

Heiðglyrnir

Góður pistill Kargur minn, fagurgræna Skál..!..

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.