— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/05
Suðurríkjafárviðri.

Það er ekki víst að mér endist aldur til að ljúka þessu riti.

Nú er aftakaveður á hlaðinu hjá mér. Hitastigið komið niður undir frostmark og einstaka snjókorn svífur um í andvaranum. Hvað á ég að gera? Með þessu áframhaldi gæti mig fennt í kaf fyrir Páska. Eins gott ég fór í kuffélagið í gær og er því vel birgur af nauðsynjavörum. Ég heyrði í útvarpinu að fólk er varað við að vera á ferðinn að óþörfu. Ég er hræddur. Ég man þegar það snjóaði síðast. Það lamaðist allt. Það varð ekki alautt fyrr en rúmri viku síðar. Amma konunnar minnar telur víst að þetta drepi okkur öll. Eins gott að ég veit hvar lopapeysan mín er, rétt að fara í hana áður en það er um seinan. Það var búið að vara fólk við, enda búið að dreyfa salti og sandi á hvurn einasta vegspotta sem til er. Það er búið að aflýsa skólahaldi á morgun. Sennilega rétt að fresta öllu þar til hitinn kemst upp í 20 stig á ný.

   (36 af 54)  
2/12/05 12:01

blóðugt

Hahahaha!

2/12/05 12:02

Lopi

Lopapeysan bjargar þér.

2/12/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Puff. Það er 27 stiga hiti hjá mér.

2/12/05 13:00

B. Ewing

Segðu þeim að á Mörlandinu sé boðið uppá hrútspunga, blóðmör, hákarl og aðrar þorrakásir í tilefni fannfergisins. Ætli þau sér að lifa af þennan byl á annað borð, verða þau að hefja stórneyslu á afurðum þessum.

2/12/05 13:01

fagri

Já þessi sinningur er æði varasamur.

2/12/05 14:02

Heiðglyrnir

Kargur minn allur er varin góður, áttu ekki föðurland..!..

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.