— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/11/04
Jólatölvan

Hinn alíslenski Jólasveinn lagði leið sína til Bandaríkjahrepps um daginn og færði mér góða gjöf.

Takk takk kæri jólasveinn. Takk fyrir nýja dell-hlunkinn sem þú færðir okkur hjónunum á aðventunni. Gamli hp-hlunkurinn var kominn að fótum fram, en þú reddaðir þessu. Ég var búinn að steingleyma hvurnig það er að hafa hljóðkort sem virkar. Mikið agalega er aðventulag Baggalúts nú gott. Og Jólalagið líka. Og þetta skype er nokkuð sniðugt. Takk kærlega fyrir að dellan skuli hafa dvd-skrifara. Mamma gamla verður hæstánægð þegar diskar með ömmustelpunum fara að streyma til hennar. Nú get ég hlustað á Íslenskt útvarp í beinni, þökk sé þér. Enn og aftur ástarþakkir.

   (38 af 54)  
3/11/04 02:02

hlewagastiR

Ekkert að þakka, góði minn.

3/11/04 02:02

Nornin

Æi, jóli er svo góður að muna eftir Íslendingum sem eru í útlegð.

3/11/04 02:02

Offari

Til hamingju með nýju tölvunna..

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.