— GESTAPÓ —
Kargur
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/04
Mér er spurn.

Er ég búinn ađ vera of lengi erlendis? Eđa ekki nógu lengi?

Margt hefur breyst síđan ég yfigaf ástkćrt föđurlandiđ seint á síđustu öld. En annađ (sem kannski ćtti ađ breytast) stendur í stađ. Ég fylgist nú ekkert sérstaklega vel međ ţví sem fram fer á Íslandi, nema helst í dalnum heima. Ég lít stundum á moggann á netinu og les ţađ sem mér berst međ gestum. Sumt vekur athygli mína, yfir sumu fussa ég og sumt nenni ég bara ekki ađ lesa. Er ég búinn ađ vera of lengi í burtu? Hvur er ţessi Gísli Marteinn? Hvur er Jón Geraldur? Og um hvađ snýst ţetta Baugsmál? Af hverju er ekki búiđ ađ lóga spaugstofunni? Var Davíđ virkilega orđinn leiđur á ađ vera kóngur? Hvar er ţessi Smáralind? Eru allir komnir á stóra ameríska pallbíla? Er virkilega ekki fariđ ađ borga kennurum almennileg laun? Af hverju geta vinstri-sinnađir ekki haldiđ sig viđ eitt nafn? Hvađ á ţetta allt saman ađ ţýđa?

   (42 af 54)  
31/10/04 16:01

Limbri

Ég stakk einmitt af líka. Baugur eltir mig samt hingađ til DK. Tómt tjón.

-

31/10/04 16:01

hlewagastiR

Hvur er ţessi Gísli Marteinn?
Hann er fyrrverandi tilvonandi stjórmálafrćđingur. Krossdressari. Vann um skeiđ heima hjá Hannesi Hólmsteini. Allt hiđ dularfyllsta mál.

Hvur er Jón Geraldur?
Já, eđa hvađ hann nú aftur heitir, sá ágćti mađur.

Og um hvađ snýst ţetta Baugsmál?
Slagsmál, ríđingar, fyllerí.

Af hverju er ekki búiđ ađ lóga spaugstofunni?
Tjah, Baggalútur var međ ţátt í útvarpinu og honum var slátrađ. Ekki nógu fyndnir sagđi dagskrárstjórinn.

Var Davíđ virkilega orđinn leiđur á ađ vera kóngur?
Hvers vegna ađ standa ef ţú getur setiđ? Hvers vegna ađ sitja ef ţú getur legiđ? Já, og fengiđ miklu hćrra kaup fyrir!

Hvar er ţessi Smáralind?
Veit ţađ ekki. Einhvers stađar úti á landi, held ég. Eđa í Fćreyjum.

Eru allir komnir á stóra ameríska pallbíla?
Já, allir nema ég.

Er virkilega ekki fariđ ađ borga kennurum almennileg laun?
Nei, ţetta eru undirmálsmenn. Ađallega konur. Ţurfa ekki laun.

Af hverju geta vinstri-sinnađir ekki haldiđ sig viđ eitt nafn?
Ţetta er bara trendiđ á markađnum. Dagblađiđ-Vísir, Anderson og Lauth, Sjóvá-Almennar, Aco-Tćknival, Nói-Síríus, Penninn-Eymundsson, Grímsnes- og Grafingshreppur, Snćfells- og Hnappadalsskýsla, Sól-Viking, Scheving-Thorsteinsson, Skinney-Ţinganes. Ţeir vilja sem sagt bara vera trendí. Í daglegu tali eru ţeir aldrei kallađir annađ en kommúnistar.

Hvađ á ţetta allt saman ađ ţýđa?
Ţetta tengist allt tilraunum međ kóbalt. Ég er lítt innvígđur í ţá alkemíu.

31/10/04 16:01

Hexia de Trix

Baugsmáliđ skilur ekki nokkur heilvita mađur. Allavega ekki ef hann er venjulegur launţegi á skerinu.

Gísli Marteinn var ágćtur til síns brúks ţegar hann skemmti elliheimilisbúum međ vikulegum sjónvarpsţćtti, já og ţegar hann sagđi fólki ađ nota tćkifćriđ til ađ hella upp á kaffi ţegar ţađ kom leiđinlegt lag í undankeppni Eurovision.

Ég er enn ađ reyna ađ fá botn í allt hitt.

Kargur:
  • Fćđing hér: 8/5/05 19:39
  • Síđast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eđli:
Kargur bóndadurgur.
Frćđasviđ:
Ekkert sérstaklega fróđur um nokkurn skapađan hlut.
Ćviágrip:
Hefur unniđ ađ fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverđlauna í ţrjósku árlega. Gafst upp á hefđbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund ađ kynbótum á könum. Lauk ţeim farsćllega og býr nú heima í heiđardalnum.