— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/04
Mannrækt.

Það er ekki öll vitleysan eins.

Nágrannakona okkar kom í heimsókn í vikunni. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt. Það sem mér fannst merkilegt var það sem hún sagði konunni minni varðandi einhvurn blóðsjúkdóm sem hún þjáist af. Hún sagði að þessi krankleiki stafaði af mikilli skyldleikaræktun. SKYLDLEIKARÆKTUN!!! Er ekki allt í lagi? Við búum í 300 milljón manna þjóð. Er ekki hægt að fjölga sér með öðrum en nánustu ættingjum? Svo sagði konan að hún hefði sko ekki ætlað að láta þetta koma fyrir sig, svo hún náði sér í mann "three towns away", svo ég vitni í hana.
Ég hef heyrt að Íslendingar séu að meðaltali sjömenningar, þ.e. ef þú tekur tvo einstaklinga af handahófi og rekur saman ættir þeirra, þá eru að meðaltali sjö ættliðir í sameiginlegan forföður/móður. Mér reiknast til að hér séu um þúsund sinnum fleiri manns en á Íslandi. Ætti ekki að vera tiltölulega auðvelt að finna sér maka sem er ekki skyldur manni hér?
Að síðustu, ef ég væri skyldleikaræktaður til baga, ætli ég væri að bera það á torg? Sennilega ekki.

   (43 af 54)  
31/10/04 08:02

Ívar Sívertsen

Af hverju giftistu þá sjálfum þér?

31/10/04 08:02

Skabbi skrumari

Bölvuð óheppni segi ég bara... skál

31/10/04 08:02

Nermal

Er þetta ekki hefð í suðurríkjum Bandaríkjana... Þar kaupa menn kort sem stendur á" Happy birthday uncle dad"

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.