— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 10/12/04
Mannkynssagan - grófur úrdráttur.

Heimurinn séður frá sjónarhóli innhverfra ameríkana. Þetta virðist vera það sem þeim er kennt. Fyrsti hluti af mörgum.

Heimurinn varð til þegar Kristófer nokkur Kólumbus (eða var það Kris Kristofferson) fann fyrirheitna landið hérna um árið. Fólki snarfjölgaði, enda draup hér smér af hverju strái. Og gerir enn. Nokkuð róstursamt var í upphafi, en það lagaðist. Ameríkanar eru miklir hugsuðir, hvar væri heimurinn án þeirra? Hvar væri heimsbyggðin án gallabuxna? Eða McDonalds? Menntakerfið hér á engan sinn líka, enda fer þorri heimsbúa á mis við þau merku fræði sem hér eru kennd. Óþarft er að leggja á minnið hvar önnur lönd eru, hverjir búa þar og hvaða sögu þeir eiga. Þetta er allt hjóm við hliðina á því sem hér gerist. Enda eru aðrar þjóðir ekkert nema fífl sem geta etið það sem úti frýs. Samt sem áður hafa ameríkanar lagt sig í líma við að hjálpa þessum vesalingum. Kenna þeim að bora eftir olíu, gefa þeim pening, kenna þeim kristna trú. Ameríkönum vöknar um augun yfir því vanþakklæti sem þeim hefur verið sýnt í gegnum árin. Hvernig stendur á því að þessir barbarar fatta ekki hversu góðir Ameríkanar eru?
Hér býr gáfaðasta fólk í heimi. Fallegasta fólk í heimi. Sniðugasta fólk í heimi. Bestu íþróttamennirnir eru einnig Bandarískir. Reyndar eru aðrar þjóðir svo heimskar að þær kunna ekki að meta alvöru íþróttir eins og hafnabolta, ruðning og nascar. Aðrar þjóðir elta svartskjöldóttan knött um allt, sparkandi og skallandi. Sennilega í eina skiptið sem þessir kjánar nota höfuðið.
Amerískir bílar eru bestir. Svei þeim evrópu- og asíubúum sem búa til litla og sparneytna bíla. Hér þarf enga litla bíla, enda passa þeir ekki utan um mikilmennin hér. Og til hvers þarf sparneytna bíla? Nóg er til af olíunni. Hér þurfa menn stóra og öfluga bíla, hraðskreiða eðalvagna til að sinna þeim brýnu erindum sem fyrir liggja.
Menningin hér er á svo háu stigi að öll heimsbyggðin hermir eftir. Survivor, The Bachelor, The biggest loser, The amazing race, Fear factor og svo framvegis. Og svo ekki sé nú minnst á kvikmyndir. Hvurs vegna í andskotanum er ekki enskt tal á kvikmyndum frá öðrum löndum? Hvaða stælar eru þetta? Enda allt þriðja flokks myndir, ekki gerðar eftir gróðavænlegri Hollywood-formúlu. Sýnir augljósan viðvaningshátt erlendra kvikmyndagerðarmanna.
Það gerist fátt markvert í öðrum löndum, enda veitir ekki af öllum fréttatímanum til að gera Ameríku góð skil. Góðæri alls staðar, olían hækkar, nasdaq hækkar, húsnæðisverð hækkar, launin hækka, vatnsyfirborð hækkar, mengun eykst, þensla eykst, óþokkaskapur annarra þjóða eykst. Aðrar þjóðir eru til þess eins að gera grín að.
Hvernig stendur á að aðrar þjóðir þykjast vera fólk líka?

   (44 af 54)  
10/12/04 06:01

Don De Vito

Og svo má ekki gleyma því að þar er feitasta fólk í heimi.

10/12/04 06:01

Furðuvera

Hoho, snilld!

10/12/04 06:01

Heiðglyrnir

Mögnuð þjóðfélagsádeila og ótrúlega raunsönn.

10/12/04 06:01

Limbri

Sérdeilis ágætt. Skilaðu kveðju til kanans frá dananum. Segðu þeim að þetta sé "landið þar sem vínarbrauðin eru bökuð á hverjum morgni".

-

10/12/04 06:01

Ísdrottningin

Ammríkanar eru hreinræktaður idjóskur alheimsskandall. (með örfáum undantekningum)

10/12/04 06:01

Kargur

Limbri minn, hér heita vínarbrauð "danish" til heiðurs þér og þínum. Annars hefðu ameríkanar aldrei heyrt Danmörkur nefnda.

10/12/04 06:01

Bölverkur

Stórgott, en þetta segir eiginlega mest um okkur, hvílík foráttuörlagafífl við erum.

10/12/04 06:01

Nafni

Alltaf þarft þú að vera með einhver leiðindi.

10/12/04 06:01

Don De Vito

[Bölvar Bölverki]

10/12/04 06:01

B. Ewing

Sniðugar staðreyndir allflestar. Hinsvega hafa amerískir kvikmyndaframleiðendur verið afar duglegir að taka góðar evrómskar myndir og breyta þeim í lélega amerískar myndir.

Þar ber að nefna auk fjölda annarra.

Nikita
Taxi
Nattevakten
...
já bara margar! [Strunsar út og hendir hamborgararanum.]

10/12/04 06:02

Ugla

Ég bjó í Texas í hálft ár og fer þangað reglulega í martröðum mínum...

10/12/04 06:02

Doofus Fogh Andersen

Wrigleys er verk djöfulsins og CIA.

10/12/04 06:02

Nermal

Svo státa kanar nottlega af "gáfaðasta" forseta vetrarbrautarinnar.

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

zzzzz. Alltaf sama sagan. Heimurinn varð til ´þegar´X kom þangað og steig ´fyrstur manna land´. Fyrir þann tíma höfðu óendanlega margir aðrir heimsótt sama stað, þannig að tilurð siðmenningar á sér hvorki upphaf né endi,

Þannig að, sorrý.........bara leiðrétta smá misskilning.

matrixs@mi.is

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.