— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/04
Sveitaball

Ball í félagsheimilinu 24. Október.

Við Bandaríkjahreppsmenn boðum til alvöru sveitaballs þann 24. Október. Fyrst mun stíga á stokk ungur og upprennandi Kanadamaður, Brian Adams. Síðan mun drengjasveitin Def Leppard taka við og halda uppi stuði fram undir morgun. Kvenfélagið Vergjörn verður með kaffisölu. Miðasala við dyrnar. Snyrtilegur klæðnaður. Sætaferðir verða af hlaðinu hjá Kargi.

   (45 af 54)  
9/12/04 23:01

Texi Everto

Ekkert Köntrí?

9/12/04 23:01

Kargur

Við getum svo sem komið við á köntríbar á leiðinni heim, nóg af þeim hér.

9/12/04 23:01

Nornin

En hvernig kemst ég á hlaðið hjá þér Kargur minn?
Er ekki allt á floti og voðalega hvasst hjá ykkur um þessar mundir? Það er snjór á Íslandi, en ég held að votviðrið í BNA sé samt verra.
Mig langar samt á sveitaball.

9/12/04 23:01

Kargur

Hlaðið mitt stedur við þjóðveg 58, auðþekkjanlegt af illa hirtum garði og lömuðum landkrúser. Það hefur ekkert flætt hér þetta árið, svo þið getið mætt á blankskóm.

9/12/04 23:01

Texi Everto

Þýðir það að Dixí píurnar Ríta og Katrín ætli ekki að koma?

9/12/04 23:01

Kargur

Nei, þær kunna sig ekki á samkomum. Rétt að ég stoppi rútuna í hjólhýsagarðinum og smali saman nokkrum gellum fyrir þig Texi.

9/12/04 23:01

Texi Everto

Ég er nú vanur að smala mínum gellum sjálfur, það er mitt fag.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.