— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/04
Hr. Handsterkur

Tískulöggan handtekur Hr. Handsterkan fyrir hrottalega tískuglæpi.

Síðustu sjö árin hefur hjólreiðamaðurinn Lási Handsterki unnið einhverja keppni í Frakklandi. Húrra fyrir honum. Það hefur orðið til þess að í nokkrar vikur fá allir hjólreiðasýki hér. Allir fylgjast spenntir með hvurnig honum gengur og menn draga fram reiðhjólin. Það er hið besta mál, ekki veitir meðalkananum af að hreyfa sig aðeins. En það fylgir böggull skammrifi. Hjólreiðasýkta fólkið vill náttúrulega líta út eins og Lási, og auðveldasta leiðin til þess er að klæðast eins og hann. Spandex-teygjubrækur og viðeigandi straumlínulagaðir bolir virðast vera einkennisbúningur þessara hjólafíkla, og ég get fullvissað alla um að meðalkaninn lítur ekki vel út í svona löguðu. Minnir svolítið á sláturkepp. En sem betur fer rjátlar sýkin af mönnum og þeir nenna þessu ekki til lengdar. Svo þeir leggja hjólunum og hætta að klæða sig eins og fífl, a.m.k. þangað til næsta keppni hefst. Reyndar heldur Lási Handsterki því fram að hann sé hættur að hjóla, svo það er aldrei að vita nema menn hafi lagt hjólunum endanlega. Og ég þarf vonandi aldrei að sjá pungsveittan 130 kílóa mann í spandexi aftur.

   (47 af 54)  
9/12/04 09:02

Mótorinn

Það er nú reyndar fullt af efnilegum hjólreiðamönnum sem taka þetta af alvöru, það er tildæmis eitt stykki íslendingur sem malaði færeyinga og dani í tour de foyröjar

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.