— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 6/12/04
Latibær.

Svo virðist sem hin áður virta sjónvarpsstöð CBS hafi lagst svo lágt að sýna amerískri æsku Latabæ, eða Lazytown, á laugardagsmorgnum.

Ég sá í sjónvarpsdagskránni í vikunni að eitthvað kallað Lazytown ku vera fastur liður í morgunsjónvarpi CBS á laugardögum. Mér fannst þetta minna óneitanlega á Latabæjar-bullið hans Magnúsar Scheving. Svo nú varð ég að svala forvitni minni og sjá hvað þetta Lazytown er. Og viti menn, þolfimihomminn var þarna mættur í fullum skrúða að glenna sig framan í bandarísk börn. Ég fylltist skömm yfir uppruna mínum. Geta Íslendingar ekki búið til betra sjónvarpsefni en þetta?
Annars minnist ég þess ekki sérstaklega að hafa séð vandaða Íslenska barnaþætti sem barn. Man aðallega eftir stundinni okkar með Bryndísi Schram, en það voru nú aðallega fullorðnir karlmenn sem horfðu á hana.
Ég asnaðist til að segja konunni minni að þetta væri Íslensk framleiðsla á skjánum, nú rignir yfir mig háðsglósum. Svo héðan í frá verður harðbannað að stilla á CBS fyrr en um hádegi á laugardögum, svona til að vera viss.

   (53 af 54)  
6/12/04 05:01

Limbri

Það er spurning um að þú verðir aðeins neikvæðari... ahhh, fyrirgefðu ég sé það núna að það er ekki hægt.

-

6/12/04 05:01

Hakuchi

Bandaríkjamenn eru sælkerar í lélegu sjónvarpsefni. Þessi þáttur ætti að renna vel niður.

6/12/04 05:01

kokkurinn

Þú gengur fram af mér með neikvæðni þinni. Það er leitun af barnaefni með eins góðan boðskap og latibær og þetta kemur fram á hárréttum tíma þar sem að mataræði og hreyfingarleysi nútíma-barna er orðið stórt vandamál á vesturlöndum og hana nú.

6/12/04 05:01

Furðuvera

Það er bara eins gott að kenna þessum akfeitu Kanabjálfum að éta alvöru mat.

6/12/04 05:02

Smábaggi

Fín dagbók. Hef ekki séð þættina en þeir eru örugglega lélegir.

6/12/04 06:01

Golíat

Nafn berðu með rentu, Kargur.
En ég hef, merkilegt nokk, komið til Bandaríkjanna og eitthvað verður að gera. Mér varð óglatt að horfa á liðið og hríðhoraðist.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.