— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Sálmur - 31/10/04
Ljóð úr Fjölni

Fékk þess heiðurs aðnjótandi að skoða Fjölnisrit eitt ( þriðju árgerð 1836-1837 ) þar sem helstu sjálfstæðisbaráttumenn Íslands skrifuðu skoðanir sínar sem og nokkur ljóð, en ég skrifaði nokkur ljóðdreitla upp og langar mig að deila með vor baggalútingum, þessum ágætu ljóðum.:

Heilóar-vísa:

Snemma lóa litla í, loptí bláu dírrindi,
undir sólu singur:
\\\\\\\" lofið gjæzku gjafarans-
\\\\\\\" grænar eru sveitir lanz,
\\\\\\\" fagur himinhringur.

\\\\\\\" Jeg á bú í berja-mó
\\\\\\\" börnin smá, í kirð og ró,
\\\\\\\" heim í hreiðri bíða:
\\\\\\\" mata jeg þau af móðurtriggð,
\\\\\\\" maðkina tíni þrátt um biggð,
\\\\\\\" eða flugu fríða. \\\\\\\"

Lóan heim úr lopti flaug
( ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu )
til að annast únga smá-
alla jeta hafði þá
hrafn firir hálfri stundu!

- Höfundur: Ónafngreindur

Saknaðarstaf:

Ætlar þú alheims fætla
alvaldur meiðum gjalda
digð fur rakka er drígðu
dúnbeð hinst á hlúna?
Nei! aur ísum frerinn
efstí ból nætur ljet sóla
hafi sér hjartakjæru
og hjara ( hvur ræður það? ) barni.

- Höfundur: Sjera Þorvaldur Böðvars-sonar

Saknaðar-ljóð:

Þá var eg úngur
er unnir luku
föður augum
firir mjer saman;
man ég þó missi
minn í heimi
firstann og sárstann,
er mjer faðir hvarf

- Höfundur: J.H.

Kjisstu mig aptur:

Undrast þú ekkji, mín Svafa!
þó ei nema á stangli
orð fái ´ eg eitst í senn flust af
andþrengslum megnum -
og að þig aptur og nálgast,
þó áðan við kjissumst,
íttu mjer ekkji samt frá þjer,
eg á nokkuð hjá þér.

- Höfundur: Þ.

   (1 af 19)  
31/10/04 16:02

Hakuchi

Þessir Fjölnismenn hafa greinilega verið arfaslakir í stafsetningu.

31/10/04 16:02

Börkur Skemilsson

Til gamans má geta þess að einmitt í þessu riti var verið að tala um stafsetningu, sem var að sjálfsögðu allt öðruvísi en hún er nú til dags. Sá eini sem notar orðaforða hér á Baggalúti sem svipar til þess sem var í Fjölni, er Hundinginn.

31/10/04 16:02

Bölverkur

Tjah, þekkja menn ekkji stafsetníngu Konráðs Gjíslasonar, sem var framburðarstafsetníng og hafði nokkra annmarka.

31/10/04 16:02

Heiðglyrnir

Á síðasta lína í fyrsta erindi Heiðlóar-vísu/kvæði ekki að vera "fagur himinhringur" Þannig lærði Riddarinn þetta fallega kvæði eftir Jónas Hallgrímsson.

31/10/04 16:02

Heiðglyrnir

Jújú, voru ekki blessaðir Fjölnis stákarnir e-ð að leika sé með framburðarstafsetninguna hans Konráðs. Ekki voru þér þó allir á eitt sáttir með það, ef minnið er ekki að svíkja.

31/10/04 16:02

Bölverkur

Hjer hafa menn framið afglöp. Havaðan kemur þessi helvítis himinbaugur. Mjer eins og Heiðglyrni spaka er hins vegar kunnugt um himinnhring<b>j</b>inn.

31/10/04 16:02

Hexia de Trix

Ég einmitt lærði það líka „fagur himinhringur“ enda á línan að ríma við „syngur“. Annars hélt ég í einfeldni minni að kvæðið væri eftir hann Jónas Hallgrímsson, en þeir hafa kannski ekki viljað láta það fréttast.

31/10/04 16:02

Bölverkur

Strákarnir voru nú ekkert alltaf að höfundast þótt eitthvað væri ritað. Svo voru þeir líka dálítið gamansamir, eíns og þegar Jónas kallaði ljóðið Gunnarshólma smákvæði.

31/10/04 16:02

Jóakim Aðalönd

Hvað sem því líður, þá ber að þakka þetta félaxrit, því það er fróðlegt. Takk fyrir það.

31/10/04 16:02

Börkur Skemilsson

Afsaka himinbauginn. Átti að standa himinhringur. Vonandi verður mér fyrirgefið.

31/10/04 17:01

Heiðglyrnir

Ef að þú skellir "Ð" í "Heiðlóar" líka, þá fer nú að verða erfitt að neita þér um fyrirgefningu vinur.

31/10/04 17:01

Sindri Indriði

Er þetta eftir Fjölni Þorgeirsson?

31/10/04 17:02

Sundlaugur Vatne

[Tuskar Sindra Indriða til] Talaðu virðulega um ógæfusöm óskabörn okkar.
Já, það var einmitt Konráðsstafsetningin sem fældi marga frá Fjölni og varð sízt til þess að afla þeim ágætu Fjölnismönnum fylgis. Konráð var hins vegar öllum þrjóskari og barði þetta klám inn í útgáfuna.
Samt, þetta gefur vísbendingu um hvernig framburður hefur breyzt á þessum tíma.

31/10/04 18:01

Isak Dinesen

Fyrir þá sem nenna að lesa Fjölni complete (eða bara smá hluta) er www.timarit.is góður staður.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.