— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/04
Líf mitt án veraldarvefsins

Var að skipta um internettengingu. Úr OgVodafone í Símann. Átti ekki annars úrkosti. Hefði ekki getað fengið Enska boltann í sjónvarpinu. Bý í ghettóinu blessaða. Ekkert breiðband þar á bæ, einungis stöð 1 og Skjár einn ef sjóar vel.
Beið í hartnær tvær vikur. Var vor ritara sagt að hann myndi fá netið eftir viku, sama gengdi um boltann. Það átti víst að vera ekkert mál að setja það inn... annað kom upp á daginn. Kom síðan maður til þess að hnýsast í nettengingunni, sem og að koma enska boltanum af stað. Gekk erfiðlega, Vodafone voru tregir að gefa eftir nettengingu mína. Var góður viðskiptavinur... ekki lengur.
Eftir fáeinar tilraunir og yfirstigun vandamála náði maðurinn loksins að setja netið inn og enska boltann einnig. Var mjög ánægður. Búinn að vera sambandslaus við umheiminn og Baggalút í hálfan mánuð.
Einnig var skemmtilegt að sjá enska boltann eftir langan tíma. Var orðinn þráhyggjufullur... en ei lengur.
Er þetta athæfi búið að fylla mig lífi, bara spurning hvenær það hverfur á brott með tímanum eins og allt annað... spurning.
Furðar mig samt hvernig ég lifði þessa þjáningafullu daga af... þarf að rýna í það.

   (4 af 19)  
9/12/04 05:02

albin

"Líf mitt án veraldarvefsins" Þetta stenst ekki! Það er ekkert líf á veraldarvefsins...

9/12/04 05:02

Leir Hnoðdal

Ég samgleðst yfir að þú skulir kominn í samband aftur þó við Símann sé. Sjálfur er ég hjá hive og ætla ekki að færa mig. Enski boltinn verður bara að fá að rúlla, prufaði að sjá einn leik í nágrannasjónvarpi gegn um ADSL og þvílíkir gerfiliti, grasið var eins og málað og kallarnir í framan eins og Startrekk skepnur, allt Malt úr þeim. Ætla að fá mér Sýn.. Já blindir fá sýn.

9/12/04 05:02

Skabbi skrumari

Enn einn misskilningurinn... ekki þarf að skipta yfir á Símann til að fá þessar nýju stöðvar... þú hefur verið plataður...

9/12/04 05:02

Nornin

Ég var netlaus í 2 daga. 2 heila, langa, óhemju leiðinlega daga.
Skil ekki hvernig þú lifðir 2 vikur af!

9/12/04 05:02

Leir Hnoðdal

Er þetta skilmysingur, gerast hinir dílarar á milli einokarans og notanda og hvernig er það, sjá allir þetta í þessum fake litum ?

9/12/04 06:00

Börkur Skemilsson

Get allavega huggað mig við það að ég er kominn með þráðlaust net. Var búinn að bíða lengi eftir því... og þvílík undursemi það er.

9/12/04 06:00

Ormlaug

Æ, það er auðvitað ekkert annað en ljóðrænt réttlæti að fótboltungar skuli nú flykkjast yfir til Símans.

9/12/04 06:00

Krókur

Er ekki boltinn bara betri í StarTrek litunum? Síminn er með þessu eflaust bara að reyna að ná til þeirra 120 hræða sem ekki fylgjast með en gætu verið Trekkarar. Ég mæli bara með krikketinu, en þá má ekki skipta um lit á því. Altént verða leikmenn að vera í hvítu.

9/12/04 06:01

Hakuchi

Bölvaður fótboltinn. Hann fer illa með sálina í fólki.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.